16.02.2018 16:42

Örfirisey RE 4 farin aftur til veiða

ÖRFIRISEY FARIN AFTUR TIL VEIÐA

Frystitogarinn Örfirisey RE er farinn aftur til veiða eftir stutt viðgerðarhlé í Tromsö í Norður-Noregi. Togarinn kom þangað sl. mánudag eftir að bilun varð í aðalvél þar sem skipið var að veiðum í norskri lögsögu í Barentshafi.

Að sögn Herberts Bjarnasonar, tæknistjóra skipa hjá HB Granda, lauk viðgerð í gær. Vélin var ræst og prófuð í nótt og virkaði fullkomlega. 

,,Viðgerðin var framkvæmd af fulltrúa vélaframleiðanda í Noregi með aðstoð frá vélaverkstæði í Tromsö. Bilunin reyndist vera í svokölluðum tímagír sem sér um að stilla af tíma milli knastáss og kambáss í vélinni. Legur í tveimur millitannhjólum bræddu úr sér þegar smurolíurör, sem sá um að flytja smurolíu að tannhjólunum, gaf sig. Það þurfti því að skipta út legum, öxlum og tannhjólum,” segir Herbert Bjarnason.

Afla var landað úr skipinu í gær og nótt og í framhaldinu var tekin olía fyrir veiðiferðina sem hófst nú í morgun. 

Heimasiða Granda 

                   2170 Örfirsey RE 4 mynd þorgeir Baldursson 2017
 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 387
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 538
Gestir í gær: 59
Samtals flettingar: 997126
Samtals gestir: 48682
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 08:58:07
www.mbl.is