19.02.2018 13:14Loðnuveiðar 2018AF vef svn.is Flotinn var kominn að Vík í Mýrdal en eins hefur fengist afli austar með suðurströndinni. Norsku loðnuskipin hafa verið að veiðum úti fyrir Norðurlandi og fengu þar ágætis afla fyrir helgi. Nú eiga Norðmennirnir einungis eftir að veiða rúmlega 11.000 tonn en þeir mega veiða við landið til 23. febrúar. Vinnslan á afla Barkar gekk vel og þegar henni lauk kom röðin að Bjarna Ólafssyni AK en hann kom til hafnar í gær með 1.300 tonn sem fengust í fjórum köstum. Auk þessara skipa lönduðu Vilhelm Þorsteinsson EA og norsku skipin Østerbris og Hardhaus í Neskaupstað um helgina.
Það mun landa í kvöld og á morgun en undir lok veiðiferðarinnar skoðuðu Polarmenn fjörurnar syðra í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Heimasíðan sló á þráðinn til Geirs Zoëga skipstjóra og spurði hann frétta. „Þessi veiðiferð gekk vel hjá okkur. Við fengum góð köst og settum meðal annars met í afköstum við frystinguna um borð. Fórum yfir 200 tonn á sólarhring í fyrsta sinn. Síðan krussuðum við fjörurnar í samstarfi við Hafró og mældum loðnuna. Það er ljóst að þarna er mikið af loðnu á ferðinni og hún gengur mjög grunnt með ströndinni. Hún er alveg upp í broti. Það var mest að sjá í kringum Ingólfshöfðann en við fórum alveg vestur að Alviðru þar sem skipin hafa verið að veiða núna. Þetta voru aðallega tvær lengjur sem hvor um sig var um 20 mílur og alls staðar var mikið líf, fuglar og hvalir. Austast sáum við lóðningar innan við Hrollaugseyjar. Fyrir utan þetta hafa skip séð loðnu dýpra og bæði Börkur og Bjarni Ólafsson urðu varir við loðnu á siglingu austur af miðunum. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur verið fyrir norðan þar sem norski flotinn hefur verið að veiðum og vonandi hjálpa mælingar okkar við suðurströndina fiskifræðingunum að fá sæmilega heildarmynd af loðnugöngunum. Hann spáir illa næstu daga ekki síst fyrir sunnan landið þannig að ég er alvarlega að velta fyrir mér að halda til veiða norður fyrir land að löndun lokinni,“ sagði Geir.
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 3572 Gestir í dag: 61 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 994993 Samtals gestir: 48568 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 14:07:43 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is