2170 Tjaldur SH 270 mynd Alfons Finnson 2018
Af mbl.is
myndir Alfons Finnson
Línuskipið Tjaldur SH hafnaði á sandbing í höfninni á Rifi.
Björgunarskipið Björg frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg reynir að toga skipið að bryggjunni.
Engin hætta er á ferðum en skipið var á leiðinni úr höfninni þegar þetta gerðist.
Að sögn fréttaritara mbl.is á staðnum er bæði verið að reyna að draga skipið með tóg með vélbúnaði af bryggjunni og einnig með hjálp skipsins Bjargar.
Það er að fjara út og því hafa björgunaraðilar ekki tímann með sér við björgunaraðgerðirnar.
Uppfært klukkan 23:18:
Björgunaraðgerðinar tókust vel því búið er að draga skipið að bryggju.
|