23.02.2018 17:26

Samningur um þorskveiðar i Barentshafi

 

                              Þorskveiðar Mynd Þorgeir Baldursson 

         Þorskpoki á leið uppi rennuna ©þorgeir

 

Samn­ing­ar hafa tek­ist á milli ís­lenskra, norskra og rúss­neskra stjórn­valda

um þorskveiðar ís­lenskra skipa í lög­sögu Nor­egs og Rúss­lands.

Um er að ræða fram­hald svo­kallaðs Smugu­samn­ings sem gerður var árið 1999 af hálfu Íslands, Nor­egs og Rúss­lands,

en hann kveður á um tvenns kon­ar kvóta,

ann­ars veg­ar kvóta sem ekki er greitt fyr­ir og hins veg­ar kvóta sem Ísland fær ef samn­ing­ar tak­ast um verð.

Samn­ing­ar hafa tek­ist um fyrr­nefnda kvót­ann og verður heild­ar­magn þess þorsks, sem ekki þarf að greiða fyr­ir, alls 4.409 tonn.

Heim­ill verður þá 30% meðafli ofan á þetta magn, en þó má magn ýsu ekki nema meiru en 352 tonn­um.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu

að eft­ir eigi að ganga frá samn­ing­um um verð fyr­ir þann kvóta sem kaupa má, en hann er í ár ákveðinn alls 2.646 tonn.

Með hon­um fylg­ir einnig 30% meðafli, en þar eru tak­mörk á ýsu 265 tonn.

Í sam­komu­lagi stjórn­vald­anna felst enn frem­ur að Rúss­land fær 1.500 tonn af mak­ríl til veiða á út­haf­inu, af mak­ríl­kvóta Íslands

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3597
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1122723
Samtals gestir: 52257
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:54:06
www.mbl.is