|
177 Fönix ST 177 Mynd Þorgeir Baldursson 2014
|
Björgunarsveit var ræst út á Hólmavík á þriðja tímanum í nótt vegna báts sem losnað hafði frá bryggju.
Báturinn, sem er 58 ára gamall togbátur, ber nafnið FÖNIX ST-177 en hann vegur um 190 tonn og er úr stáli.
Frekari upplýsingar má finna í skipaskrá 200 mílna, sjávarútvegsvefjar mbl.is.
Þegar björgunarsveitin kom á staðinn rak bátinn stjórnlaust frá bryggju.
Taug var fest í bátinn og hann síðan dreginn að landi með beltagröfu.
Tók björgunin um tvo klukkutíma og að henni komu 8-10 manns.
Að sögn Úlfars Arnar Hjartarsonar í svæðisstjórn Landsbjargar
virðist báturinn við fyrstu sýn hafa sloppið óskaddaður úr svaðilförinni en ekkert lak inn á hann.
Heimild Mbl.is