11.04.2018 19:49

Sighvatur Gk 57 I Gdansk

Skaginn 3X hefur gert samning við Vísi hf um búnað í skip fyrirtækisins.

Skipið sem ber nafnið Sighvatur GK  57 er í umtalsverðum breytingum í skipasmíðastöð í Póllandi um þessar mundir.

Sighvatur GK er svo væntanlegur til Ísafjarðar um miðjan júní

þar sem Skaginn 3X mun sjá um uppsetningu á búnaði um borð í skipinu.

Um er að ræða Rotex skipalausn frá Skaginn 3X og flokkunarbúnað frá Marel.

Pétur Pálsson hjá Vísir hf segist afar ánægður með lendinguna

„Við lögðum upp með að búa til lausn sem tryggir gæði og flokkun hráefnis út á sjó.

Við höfum átt gott og farsælt samstarf með báðum þessum fyrirtækjum og viljum við halda því áfram.

Skaginn 3X og Marel eru í heimsklassa á sínu sviði og það er afar ánægjuleg lending

að uppsetning fari fram á Ísafirði við verksmiðjudyr Skaginn 3X“ Segir Pétur.

  

Myndin er frá undirritun samnings félaganna í húsi sjávarklasans á dögunum.

F.v. Óskar Óskarsson Marel, Pétur Pálsson Vísi, Einar Kristinsson Navís,

Kjartan Viðarsson Vísi og Ragnar A. Guðmundsson Skaginn3x.
Mynd og texti af bb.is

  1416  Sighvatur Gk 57 Mynd Guðmundur Sigurðsson 

  Sighvatur GK 57 mynd Guðmundur Sig 

   Skuturinn á Sighvati GK mynd Gummi Sig

Búið að merkja © Gs

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is