Hinn nýji hafnsögubátur Akureyrarhafnar var i prufusiglinu á Eyjafirði i dag
og þá voru meðfylgjandi myndir teknar Skipstjóri i ferðinni var Jóhannes Antonsson
Hafnarvörður sem að tók svo smá hring fyrir mig
|
2955 Seifur Mynd þorgeir Baldursson 2018
|
Seifur og Skemmtiferðaskipið Amadea að leggja úr höfn Mynd þorgeir 2018
|
Seifur á siglingu út Eyjafjörð Mynd þorgeir Baldursson 2018
|
Komið til hafnar Mynd þorgeir Baldursson 2018
|
Jóhannes Antonsson Skipst i Brúnni á Seif mynd þorgeir 2018
|
|
|
|
Hafnasamlag Norðurlands tók á móti nýjum og öflugum dráttarbát um helgina
en báturinn hefur verið í smíðum síðastliðið ár í skipasmíðastöðinni Armon í norðurhluta Spánar.
Nýr dráttarbátur fyrir Hafnasamlag Norðurlands hefur verið inni á samgönguáætlun en smíði hans er styrkt um tæp 60% af hafnabótasjóði.
Báturinn verður með 42 tonna togkraft og því fjórfalt öflugri en sá sem fyrir er.
Hann er 22 metra langur og 9 metra breiður. Báturinn er búinn azimuth skrúfubúnaði
og verður öflugasti dráttarbátur landsins. Hann er Hann er með tveimur Cummins vélum 1193 kW.
Með Azimuth skrúfum en þær er hægt að láta snúast í hring og eykur stjórnhæfni bátsins verulega.
Sprautu til slökkva eld og 25 tonmetra þilfarskrana.
Með því að festa kaup á svo öflugum dráttarbát er svarað kalli breyttra tíma,
skipin stækka og núverandi dráttarbátarn hafa ekki verið nógur öflugir fyrir Hafnasamlagið.
Með tilkomu nýja bátsins eykst öryggið til muna og þjónustugildið eykst gríðarlega.
Einnig opnast möguleikar á að þjónusta aðrar hafnir á norðurlandi eins og t.d.
Húsavíkurhöfn en mikil þörf er á þjónustu dráttarbáts þar eftir að stóriðjan á Bakka opnaði.
Kaupverðið á bátnum er um 490 milljónir króna er það á pari við kostnaðaráætlun.
Báturinn hefur hlotið nafnið Seifur.
Heimild www.Kvótinn.is
|