|
Stemming i Hvalaskoðun Mynd þorgeir Baldursson 2018 |
„Það eru allir skælbrosandi hér um borð,“ segir Örn Stefánsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Konsúl
sem gerður er út frá Akureyri, en þrír hnúfubakar eru núna staddir lengst inni við Poll, sunnan við Akureyrarhöfn.
„Það er meira að segja hérna um borð kona, í hóp frá Kanada, sem hefur farið í sjö sinnum í hvalaskoðun en aldrei séð hval.
Ég lofaði henni að hún myndi sjá hval í dag,“ segir Örn en hann segir hnúfubakana þrjá vera spaka og greinilega í leit að æti svona innarlega.
Fyrr í dag voru hvalirnir við Hjalteyri, um tíu mílur frá Akureyri.
Spurður hvernig árangurinn hafi verið í hvalaskoðuninni í sumar segir hann að hvalur hafi sést í hverri einustu ferð. „Hvalirnir eru búnir að vera frekar utarlega núna síðustu vikuna, út undir Hrísey,“ segir Örn. Hann segir langalgengast að hnúfubakur sjáist í ferðum hjá þeim en eins hafa í sumar sést hrefnur og hnýðingar.
|
Diplomat og Konsull á Eyjafirði i dag mynd þorgeir Baldursson 2018
|