15.07.2018 21:46

Stemming i hvalaskoðun á Eyjafirði i dag

 

 

 

               Stemming i Hvalaskoðun Mynd þorgeir Baldursson 2018

„Það eru all­ir skæl­bros­andi hér um borð,“ seg­ir Örn Stef­áns­son, skip­stjóri á hvala­skoðun­ar­bátn­um Konsúl

sem gerður er út frá Ak­ur­eyri, en þrír hnúfu­bak­ar eru núna stadd­ir lengst inni við Poll, sunn­an við Ak­ur­eyr­ar­höfn.

„Það er meira að segja hérna um borð kona, í hóp frá Kan­ada, sem hef­ur farið í sjö sinn­um í hvala­skoðun en aldrei séð hval.

Ég lofaði henni að hún myndi sjá hval í dag,“ seg­ir Örn en hann seg­ir hnúfu­bak­ana þrjá vera spaka og greini­lega í leit að æti svona inn­ar­lega.

Fyrr í dag voru hval­irn­ir við Hjalteyri, um tíu míl­ur frá Ak­ur­eyri.

Spurður hvernig ár­ang­ur­inn hafi verið í hvala­skoðun­inni í sum­ar seg­ir hann að hval­ur hafi sést í hverri ein­ustu ferð. „Hval­irn­ir eru bún­ir að vera frek­ar ut­ar­lega núna síðustu vik­una, út und­ir Hrís­ey,“ seg­ir Örn. Hann seg­ir lang­al­geng­ast að hnúfu­bak­ur sjá­ist í ferðum hjá þeim en eins hafa í sum­ar sést hrefn­ur og hnýðing­ar.

         Diplomat og Konsull á Eyjafirði i dag mynd þorgeir Baldursson 2018

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is