20.07.2018 00:51Rækjuvinnslunni i Grundarfirði LokaðÁkvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. Í fréttatilkynningu frá FISK segir að tilkynnt hafi verið um niðurstöðuna á fundi með starfsfólki verksmiðjunnar í dag að uppsagnir taki gildi um næstu mánaðamót. Nítján manns fá uppsagnarbréf vegna lokunarinnar. „Veiðar og vinnsla rækju hafa átt erfitt uppdráttar hérlendis á undanförnum árum og er ákvörðunin tekin í ljósi langvarandi tapreksturs í Grundarfirði sem ekki virðist gerlegt að vinda ofan af við núverandi aðstæður,“ segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins. Sem áður segir fá 19 manns uppsagnarbréf, en tveimur verður þó boðið að vinna áfram að frágangi í verksmiðjunni og undirbúningi sölu tækja og búnaðar á allra næstu mánuðum. „FISK Seafood harmar þessar málalyktir en vekur athygli á að rekstrarumhverfi veiða og vinnslu rækju á Íslandi hefur breyst verulega á undanförnum árum með óhjákvæmilegum samdráttaráhrifum,“ segir í tilkynningunni frá FISK Seafood. „Það er sárt að horfast í augu við þennan veruleika. Rækjuveiðar við Íslandsstrendur eru orðnar innan við 10% af því sem var þegar best lét og hráefnið, sem stöðugt hækkar í verði, kemur nú orðið að langmestu leyti erlendis frá,“ er haft eftir Friðriki Ásbjörnssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra fyrirtækisins í fréttatilkynningu. Heimild MBL.is
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2696 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1121822 Samtals gestir: 52256 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is