15.10.2018 17:31

Mettúr á Blæng NK 125

                  1345 Blængur Nk 125 mynd þorgeir Baldursson 2017

 

Stærsta túr frysti­tog­ar­ans Blængs NK á Íslands­miðum er nú lokið eft­ir 40 daga veiðiferð, en afli tog­arr­ans var 900 tonn upp úr sjó, að verðmæti 225 millj­óna króna. Blæng­ur kom til hafn­ar í Nes­kaupstað í gær og var uppistaða afl­ans ufsi og karfi, en tog­ar­inn milli­landaði á Ak­ur­eyri 27. sept­em­ber.

Theo­dór Har­alds­son var skip­stjóri fyrstu tíu daga veiðiferðar­inn­ar og síðan tók Bjarni Ólaf­ur Hjálm­ars­son við, en að hans sögn var jöfn og góð veiði all­an tím­ann

Að lönd­un lok­inni mun Blæng­ur halda til Ak­ur­eyr­ar þar sem skipið fer í slipp. Áformað er að gera nokkr­ar breyt­ing­ar á milli­dekki skips­ins en einnig verður skipt um tog­spil. Gert er ráð fyr­ir að skipið verði í slipp í fjór­ar vik­ur, að því er fram kem­ur á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.???

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 267
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1061541
Samtals gestir: 50961
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 02:39:19
www.mbl.is