Frystitogarinn Blængur NK kom til Akureyrar hinn 17. október sl. og þar hafa starfsmenn Slippsins síðan unnið í skipinu.
Í fyrstu lá skipið við bryggju á meðan unnið var í því en sl. þriðjudag fór það í flotkví.
|
1345 Blængur i Kvinni Mynd Ólafur K Kristinarsson 2018 |
Verkefnin eru af ýmsum toga, t.d. er skipt um togvindur og hluti vinnslubúnaðar endurnýjaður.
|
Nýju Togvindurnar um borð i Blæng NK 125 mynd þorgeir Baldursson
|
Þá er sinnt hefðbundnum slippverkum og má þar nefna botnhreinsun, botnmálun og endurnýjun fórnarskauta ásamt því að botn- og síðulokar eru yfirfarnir. Gert er ráð fyrir að Blængur sigli heim að framkvæmdum loknum nk. laugardag.
|
nýskveraður Mynd ólafur K Kristinarsson 2018 |
Karl Jóhann Birgisson, rekstrarstjóri útgerðar Síldarvinnslunnar, segir að framkvæmdirnar við Blæng hafi gengið afar vel.
„Verkið var mjög vel skipulagt hjá starfsmönnum Slippsins og allt hefur gengið eins og í sögu.
Það hefur verið til fyrirmyndar hvernig að þessu hefur verið staðið,“ segir Karl Jóhann.
Þess má geta að Blængur NK 125 sigldi frá Akureyri til heimahafnar i gærkveldi