18.11.2018 09:37

Blængur NK 125

Frystitogarinn Blængur NK kom til Akureyrar hinn 17. október sl. og þar hafa starfsmenn Slippsins síðan unnið í skipinu.

 

Í fyrstu lá skipið við bryggju á meðan unnið var í því en sl. þriðjudag fór það í flotkví.

 1345 Blængur i Kvinni Mynd Ólafur K Kristinarsson 2018

 

Verkefnin eru af ýmsum toga, t.d. er skipt um togvindur og hluti vinnslubúnaðar endurnýjaður.

   Nýju Togvindurnar um borð i Blæng  NK 125  mynd þorgeir Baldursson  

Þá er sinnt hefðbundnum slippverkum og má þar nefna botnhreinsun, botnmálun og endurnýjun fórnarskauta ásamt því að botn- og síðulokar eru yfirfarnir. Gert er ráð fyrir að Blængur sigli heim að framkvæmdum loknum nk. laugardag.

         nýskveraður Mynd ólafur K Kristinarsson 2018

 

Karl Jóhann Birgisson, rekstrarstjóri útgerðar Síldarvinnslunnar, segir að framkvæmdirnar við Blæng hafi gengið afar vel.

„Verkið var mjög vel skipulagt hjá starfsmönnum Slippsins og allt hefur gengið eins og í sögu.

Það hefur verið til fyrirmyndar hvernig að þessu hefur verið staðið,“ segir Karl Jóhann. 

Þess má geta að Blængur NK 125 sigldi frá Akureyri til heimahafnar i gærkveldi 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2546
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 993967
Samtals gestir: 48567
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:25:36
www.mbl.is