25.11.2018 18:12

Öllum Sagt upp á Guðmundi i Nesi RE 13

             2626 Guðmundur i Nesi RE 13 mynd þorgeir Baldursson 2013

36 sjó­mönn­um í áhöfn frysti­tog­ar­ans Guðmund­ar á Nesi hef­ur verið sagt upp störf­um eft­ir að Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur (ÚR) ákvað að setja tog­ar­ann á sölu­skrá. Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu seg­ist Úr harma aðgerðirn­ar. 

Í upp­hafi þessa árs gerði ÚR út fjóra frysti­tog­ara frá Reykja­vík - Brim­nes, Guðmund Í Nesi, Kleif­a­berg og Vigra. Í upp­hafi næsta árs mun fé­lagið aðeins gera út einn slík­an, Kleif­a­berg, og þá mun sjó­mönn­um fé­lags­ins hafa fækkað um sam­tals 136. 

Í til­kynn­ingu ÚR seg­ir að ástæður þess­ar­ar óheillaþró­un­ar séu fjöl­marg­ar en þær helstu eru „erfiðar rekstr­araðstæður frysti­tog­ara sem stjórn­völd á Íslandi bera veru­lega ábyrgð á með óhóf­legri gjald­töku stimp­il- og veiðigjalda.“ Þá er verk­fall sjó­manna í fyrra einnig tekið inn í mynd­ina og seg­ir fé­lagið að kjara­samn­ing­ar í kjöl­far verk­falls­ins hafi gert rekst­ur frysti­tog­ara erfiðan.

ÚR hlynnt sann­gjörn­um veiðigjöld­um 

Run­ólf­ur Viðar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri ÚR, seg­ir í til­kynn­ingu að for­svars­menn ÚR og annarra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hafa marg oft tekið þetta ástand upp við ráðamenn en talað fyr­ir dauf­um eyr­um.

„Að óbreyttu er mik­il hætta á að út­gerð frysti­tog­ara drag­ist hratt sam­an á næstu árum með þeim af­leiðing­um að afla­verðmæti tap­ast og jafn­framt hverfi mik­il­væg þekk­ing og reynsla sjó­manna og skip­stjórn­ar­manna af út­hafsveiðum,“ er haft eft­ir Run­ólfi. 

Hann seg­ir að ÚR sé hlynnt sann­gjörn­um veiðigjöld­um en á móti rang­lát­um gjöld­um sem þjóna aðeins hags­mun­um stjórn­mála­manna og vinna gegn hag­kvæmri og sjálf­bærri nýt­ingu fiski­stofna allt í kring­um landið. „Þá er það von okk­ar hjá ÚR að hægt verði að end­ur­skoða kjara­samn­inga sjó­manna til þess að missa ekki störf sjömanna á frysti­tog­ur­um úr landi,“ er haft eft­ir Run­ólfi. 

Tölu­verðar breyt­ing­ar hafa verið hjá ÚR síðustu miss­eri. Fé­lagið hét áður Brim en nafn­inu var breytt á hlut­hafa­fundi í sept­em­ber.  Í vor keypti fé­lagið 34% hlut í HB granda og ný­lega seldi það HB Granda allt hluta­fé í út­gerðarfé­lag­inu Ögur­vík.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is