Núpur BA 69 i fjörunni linuskipið Sævik Gk fyrir utan mynd þorgeir Baldursson
 |
Það gefur á Bátinn i fjörunni mynd þorgeir Baldursson 2001
 |
Núpur Ba 69 i Skipalyftunni i Vestmannaeyjum Mynd þorgeir Baldursson 2001
 |
Skipverjar af þór við vinnu i morgun mynd Landhelgisgæslan
|
|
|
Frett af mbl.is
Varðskipið Þór er komið á strandstað línuskipsins Núps í fjörunni norðvestur af Patreksfirði en reyna á að ná Núpi á flot á háflóði klukkan 9:24.
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni eru átta af 14 skipverjum komnir í land enda ljóst að skipið er á leið til hafnar að nýju. Ekkert amar að skipverjunum sem enn eru um borð og munu þeir aðstoða áhöfn Þórs við björgunina. Tengja á taug út í Núp frá Þór og reyna að ná því þannig á flot.
Ef það tekst ekki verður gerð önnur tilraun á næsta flóði sem er í kvöld en það er minna flóð en það sem er núna á tíunda tímanum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Núpur strandar á þessum slóðum en tugmilljóna tjón varð þegar skipið strandaði fyrir 17 árum.

Frétt mbl.is

Núpur BA 69 náðist á flot um kl 10 i morgun með aðstoð varðskipsins Þórs
og var dreginn til hafnar á Patreksfirði til nánari skoðunnar
heimild mbl.is
|