26.11.2018 09:36

Stóraukin sókn Rússa i rækjuveiðum

                  Rækjuveiðar i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 

                Rækjuveiði um borð i Timiarimiut mynd þorgeir Baldursson 

Með endurnýjunarbylgju rússneska fiskiskipaflotans á grunni fjárfestingakvótans þar í landi hefur losnað um stóra togara sem er skipt út fyrir nýja. Margir þessara togara hafa bæst við úthafsrækjuflota Rússa í Barentshafi og viðbúið er að fleiri útgerðarfyrirtæki finni eldri skipum hlutverk af þessu tagi. Fjórir stórir togarar voru við þessar veiðar á síðasta ári en þeir eru nú orðnir tíu. Rússar hafa verið mjög háðir innflutningi á rækju fyrir innanlandsmarkað en því er nú spáð að þeir verði innan tíðar sjálfum sér nægir með eigin veiðum og jafnvel gott betur og hefji útflutning ef fram fer sem horfir, þá hugsanlega til Kína.

Ólympískar veiðar

Enginn kvóti hefur verið settur á úthafsrækju í Rússlandi enda veiðarnar tiltölulega nýjar af nálinni. Þó er búist við að veiðarnar verði kvótasettar þegar þær hafa náð 15.000 tonna markinu. En það eru ekki einungis „laus“ skip vegna endurnýjunar sem fara á þessar veiðar. Norebo útgerðarrisinn, sem er að smíða sex ný skip eftir hönnun íslensku fyrirtækjanna Nautic og Knarr, keypti fyrr á þessu ári togarann Brimnes af Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Skipið, sem nú heitir Spitzbergen, hefur þegar hafið rækjuveiðar í Barentshafi.

Fyrir örfáum árum voru flutt inn 21.000 tonn af kaldsjávarrækju en farið er að draga úr þeim innflutningi. Það sem af er þessu ári hafa rússnesk skip landað 12.000 tonnum af rækju og er búist við að heildarveiðin á árinu verði 15.000 tonn. Allt árið í fyrra veiddu rússnesk skip einungis um 2.500 tonn. Mest hafði verið flutt inn af rækju frá Kanada en þeim viðskiptum lauk með viðskiptabanni Rússa á vestrænar þjóðir árið 2014. Rússar fluttu inn 26.000 tonn árið 2013 og tæp 22.000 tonn 2014. Á síðasta ári var innflutt rækja einungis tæplega 10.000 tonn. Fram í ágúst á þessu ári fluttu Rússar inn rúm 5.500 tonn af rækju frá Grænlandi.

Heimild Fiskifrettir 

Myndir Þorgeir Baldursson 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is