20.12.2018 23:36

Gullver NS12 setti aflamet 2018

                   1661 Gullver NS12 mynd þorgeir Baldursson 2018

                                                    Gullver yfir 6000 tonn á árinu

    Ísfisktogarinn Gullver NS kom til Seyðisfjarðar í gær úr síðustu veiðiferð ársins. Aflinn var 70 tonn, nánast eingöngu þorskur.

        Löndun úr Gullver NS12 á Seyðisfirði Mynd þorgeir Baldursson 2018

Með þessari löndun er afli Gullvers á árinu orðinn rúmlega 6.100 tonn og er það langmesti afli sem skipið hefur borið að landi á einu ári. Næst mesti ársaflinn kom á land í fyrra, 4.300 tonn. Adolf Guðmundsson rekstrarstjóri segir að árið hafi verið einstaklega gott og hafa verði í huga að skipið hafi verið frá veiðum í fjórar vikur vegna vélarupptektar. Adolf upplýsir að árum saman hafi ársafli Gullvers verið 3.100 – 3.300 tonn en það hafi breyst eftir að Síldarvinnslan eignaðist skipið. „Auðvitað er grundvallaratriði að hafa góðan mannskap til að ná árangri eins og þessum og einnig þurfa veiðiheimildir að vera til staðar,“ segir Adolf.

       Þórhallur Jónsson  Skipstjóri Gullvers NS12  mynd þorgeir 2018

 

    Skipstjórar á Gullver eru þeir Rúnar L. Gunnarsson og Þórhallur Jónsson. Eðlilega eru þeir afar ánægðir með ársaflann. Rúnar segir að þegar svona sé veitt sé álag á mannskapinn töluvert og hafa verði í huga að Gullver sé kominn til ára sinna, en hann kom nýr til Seyðisfjarðar árið 1983.

    Sveinbjörn Orri mynd þorgeir Baldursson 

„Við höfum að langmestu leyti stundað veiðarnar á okkar hefðbundnu miðum á árinu en fórum þó þrjá eða fjóra túra á Selvogsbanka í haust. Okkar hefðbundnu mið eru Litladýpið, Hvalbakshalli, Fóturinn og Berufjarðarállinn.

               Ivar og Kalli i aðgerð  mynd þorgeir Baldursson 2018

Þegar hausta tók færðum við okkur dálítið norður eftir og veiddum á Gerpisflaki, Tangaflaki og Vopnafjarðargrunni.

        Matsveinninn Magnús Stefánsson mynd þorgeir Baldursson 2018

 

Almennt séð þá gengu veiðarnar vel allt árið og hluta úr árinu fengum við góðan liðsstyrk. Jónas Jónsson, fyrrverandi skipstjóri á Gullver, var stýrimaður hjá okkur í október og Steinþór Hálfdanarson, hinn reyndi Síldarvinnsluskipstjóri, var stýrimaður nú í lok ársins. Það er ekki dónalegt að fá svona menn um borð, í þeim er mikill styrkur,“ segir Rúnar.

  Steinþór Hálfdánarsson  Mynd þorgeir Baldursson

               Beðið eftir Hifoopi Mynd þorgeir Baldursson 2018

                  Pokinn i rennunni Mynd þorgeir Baldursson 2018

 

  Góður afli inná dekk mynd þorgeir Baldursson 2018

 

    Þórhallur Jónsson tekur undir með Rúnari og segir að árið hafi einkennst af góðu fiskiríi og verið áfallalaust. „Árið hefur verið jafnt og gott, ef desember er undanskilinn.

               Kaldafýla á dekkinu Mynd þorgeir Baldursson 2018

Nú í lok ársins hafa veður verið slæm og eðlilega hefur það áhrif á veiðiárangur. Flestar veiðiferðir okkar á árinu hafa staðið yfir í 3-4 daga og aflinn hefur verið 95 tonn að meðaltali. Það er ekki slæmt. Við höfum líka aldrei farið jafn margar veiðiferðir á einu ári en þær eru orðnar 64 talsins. Hér áður fór Gullver yfirleitt í um 40 veiðiferðir á ári. 

           Stroffan sett á belginn  mynd þorgeir Baldursson 2018

Sóknin hefur verið stíf en árangurinn hefur einnig verið góður.

         Skipverjar á Gullver i Aðgerð mynd þorgeir Baldursson 2018

Til þess að ná svona árangri þarf margt að fara saman; til dæmis nægar veiðiheimildir, hagstætt tíðarfar og góð áhöfn,“ segir Þórhallur.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 683
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119809
Samtals gestir: 52252
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28
www.mbl.is