|
Útselur mynd þorgeir Baldursson 2018
|
Útselsstofninn við Ísland er á uppleið. Samkvæmt mati á stofnstærð var stofninn 6.300 dýr árið 2017 og er það fjölgun um 2.100 dýr frá árinu 2012.
Þetta gerist á sama tíma og fækkað hefur verulega í landselsstofninum. Útselurinn lækkar nú um flokk á válista spendýra og er metinn í nokkurri hættu en var áður metinn í hættu samkvæmt skilgreiningu Náttúrufræðistofnunar.
Sandra M. Granquist hjá Selasetrinu á Hvammstanga segir að niðurstöðurnar séu jákvæðar fyrir útselinn en hafi komið á óvart.
Heimild mbl.is