490 Gullborg Ve 38 Mynd þorgeir Baldursson
Fyrrverandi vélastjóra dreymdi í vikunni Gullborg með fullfermi af loðnu.
Drauminn réði hann þannig: Loðna mun finnast 3.-8 mars og hún kemur að vestan.
„Nú er að sjá hvort draumur rætist, segir í færslu á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar!
Gullborg RE-38/VE-38 var þjóðþekkt aflaskip, upphaflega smíðað í Danmörku 1946.
Aflakóngurinn Binni í Gröf (Benóný Friðriksson (1904-1972)og Einar Sigurðsson útgerðarmaður keyptu Gullborg árið 1955.
Binni var síðan með skipið á árunum 1955 til 1972. Sonur hans, Friðrik, sótti sjóinn með föður sínum og tók síðan við skipinu og var með það til ársins 2000.
Ási í Bæ söng um Binna í Gröf og sagði hann hafa fiskað 60.000 tonn úr sjó á Gullborginni.
Ætla má að Friðrik hafi fiskað svipað, þannig að Gullborgin hefur skilað í kringum 100.000 tonnum á land undir stjórn þeirra feðga.
Þó eru þetta ekki nákvæmar tölur.
Faxaflóahafnir sf. eignuðust skipið 2008 og var það tekið upp í Daníelsslipp í Reykjavík þar sem það var teiknað inn í deiliskipulag svæðisins.
Þar stendur nú þetta mikla happafley og hefur verið málað líkt og það leit áður út.
Heimild Kvotinn.is
Mynd þorgeir Baldursson
|