09.03.2019 11:30

Erlend skip i slippnum á Akureyri

          Newfound Pioneer  EX Svalbakur  EA2  Mynd þorgeir Baldursson 2019

   Newfound Pioneer við slippkantinn i morgun  9 marsmynd þorgeir Baldursson

 

Kanadíski rækju­tog­ar­inn New­found Pi­o­neer, sem er í eigu New­found Rescources, hef­ur nú verið í slipp á Ak­ur­eyri í rúm­an mánuð.

Skipið er í hef­bund­inni klassa­skoðun og hef­ur verið botn­málað, sinkað, öxul­dregið auk þess sem skipt hef­ur verið um stál­plöt­ur í skip­inu ásamt öðrum minni viðhalds­verk­efn­um.

Greint er frá þessu á vef Slipps­ins Ak­ur­eyri og seg­ir þar að skipið sé eitt fjöl­margra er­lendra skipa sem komið hafi í Slipp­inn á und­an­förn­um árum.

„Skipa­flot­inn hérna á Íslandi hef­ur gengið í gegn­um mikla end­ur­nýj­un og þar af leiðandi koma skip­in sjaldn­ar og í minni slippa en áður. Þess vegna höf­um við hjá Slippn­um á Ak­ur­eyri lagt meiri áherslu á að fá er­lend skip til okk­ar, aðallega frá Rússlandi, Græn­landi, Kan­ada og Nor­egi,“ er haft eft­ir Ólafi Orms­syni, sviðsstjóra hjá Slippn­um.

„Sam­keppn­in er þó mik­il, bæði hér heima og er­lend­is.“

Bent er á að í næstu viku komi græn­lenski tog­ar­inn Nata­arn­aq, sem er í eigu Ice Trawl Green­land og Royal Green­land, og muni vera í slipp í einn mánuð. Þar mun fara fram vél­ar­upp­tekt á skip­inu, öxuldrátt­ur, viðhald á vindu­kerfi og skipið verður botn­málað.

„Verk­efn­astaðan er góð næstu mánuðina en að sjálf­sögðu vilj­um við geta horft leng­ur fram í tím­ann. Það sem gef­ur okk­ur ákveðið for­skot er að við erum stór vinnustaður og við bjóðum upp á fjöl­breytta þjón­ustu. Einnig störf­um við eft­ir ISO 9001-gæðakerf­inu sem er alþjóðleg vott­un og trygg­ir að við þurf­um að upp­fylla gæðakröf­ur og fara eft­ir ákveðnum verk­ferl­um í okk­ar þjón­ustu, sem viðskipta­vin­ir okk­ar kunna að meta,“ seg­ir Ólaf­ur.??????

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 5636
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1124762
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 09:03:19
www.mbl.is