Túr Sólbergs ÓF-1 í Barentshafið er að ljúka, það er einn stærsti túr sem íslenskt skip hefur farið í á þessar slóðir.
Alls er afli úr sjó orðinn um 1.760 tonn. Þar af er þorskur að nálgast 1.600 tonn.
Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir Sigþór Kjartansson skipstjóri að túrinn hafa gengið vel með góðum mannskap á öflugu og góðu skipi.
Sigþór sagði að þeir ættu eftir að veiða um 140 tonn til að klára kvóta Ramma í Barentshafinu. Hann reiknaði með að halda heim á leið ekki síðar en í vikulokin.
|
Sigþór Kjartansson skipst á Sólbergi ÓF 1 Mynd þorgeir Baldursson
|
Tvær áhafnir eru á Sólberginu, 35 manns um borð hverju sinni, og tekur ný áhöfn við í næsta túr undir skipstjórn Trausta Kristinssonar.
|
2917 Sólberg ÓF 1 mynd þorgeir Baldursson 2019
|
ólafur Marteinssson Framkvst tekur á móti skipinu Mynd þorgeir |
|
Heimild Morgunblaðið
Myndir Þorgeir Baldursson