12.03.2019 21:39

Álsey Ve 2 lagt og skipverjum sagt upp

                         Álsey Ve 2 mynd þorgeir Baldursson  2014

 

Ísfé­lag Vest­manna­eyja hef­ur aug­lýst upp­sjáv­ar­skipið Álsey VE til sölu og hef­ur hluta áhafn­ar skips­ins verið sagt upp.

Þetta staðfest­ir Stefán Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri Ísfé­lags­ins, í sam­tali við 200 míl­ur.

Hann rek­ur ákvörðun­ina meðal ann­ars til þess að út­lit er fyr­ir að Haf­rann­sókna­stofn­un muni ekki ráðleggja nein­ar loðnu­veiðar á þess­ari vertíð. 

Verður gefist upp á leitinni í dag?

Frétt af mbl.is

Verður gef­ist upp á leit­inni í dag?

„Blæs ekki byrlega“

„Svo eru horf­ur á minnk­andi verk­efn­um. Ekki er kom­inn samn­ing­ur við Fær­eyj­ar um kol­munna­veiðar og þó það sé ekki beint tengt við Álsey þá eru lík­ur á minnk­andi kvóta í ná­inni framtíð í mak­ríl og norsk-ís­lenskri síld. Þegar maður horf­ir á heild­ar­stöðuna þá blæs ekki byrlega og þessi ákvörðun er tek­in í ljósi þess,“ seg­ir Stefán.

Hann bend­ir á að kvarn­ast hafi úr áhöfn­inni á síðustu mánuðum, en alls eru nú átta í áhöfn skips­ins. „Það má segja að hluti áhafn­ar fari í verk­efni og pláss á öðrum skip­um en öðrum skip­verj­um var sagt upp og þar á meðal menn sem eru bún­ir að vinna lengi hjá okk­ur. Þetta er því ekki skemmti­legt.“

Sjá Álsey í skipa­skrá 200 mílna

Upp­fært 17.15:

Gefast upp á allri formlegri loðnuleit

Frétt af mbl.is

Gef­ast upp á allri form­legri loðnu­leit????? 

Heimild mbl.is

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is