Skemmtiferðaskip á Akureyri mynd þorgeir Baldursson
Fyrstu skemmtiferðaskip sumarsins til Akureyrar koma fimmtudaginn 9. maí en það eru skipin MSC Fantasia og Marco Polo. Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Akureyrar 30. maí sem er Norwegian Getaway. Skipið er 145.655 brúttólestir með rétt um 4.000 farþega og 1.646 manna áhöfn.
Skipakomur verða alls 208 næsta sumar en voru 179 sumarið 2018. Farþegar voru rétt innan við 135.000 í fyrra en verða um 160.000 í sumar sem er um 18,5% fjölgun farþega. Skipakomur til Akureyrar verða 161, til Grímseyjar 61 og 6 til Hríseyjar. Frá þessu er greint á heimasíðu Akureyrarbæjar.
|