14.03.2019 07:45

100 daga loðnuleit siðustu mánuði

              2350 Árni Friðriksson RE 200 á Eyjafirði Mynd Andri Snær 2019 

Mik­il leit að loðnu í all­an vet­ur hef­ur ekki borið ár­ang­ur og ákveðið var á mánu­dag að hætta form­legri leit. Það er þó ekki aðeins loðnan í vet­ur sem veld­ur áhyggj­um því fyrstu mæl­ing­ar á ár­gang­in­um sem bera á uppi veiðar næsta vetr­ar gáfu ekki til­efni til bjart­sýni. Þá er óvissa varðandi fleiri upp­sjáv­ar­teg­und­ir.

Ekki verður annað sagt en mikið hafi verið lagt í loðnu­leit vetr­ar­ins. Þannig hafa rann­sókna­skip­in verið í um 40 daga sam­tals við leit og veiðiskip í alls 76 daga frá því að Heima­ey VE fór í leiðang­ur skömmu fyr­ir jól. Kostnaður af út­haldi veiðiskip­anna er hátt í 130 millj­ón­ir og skipt­ist hann á út­gerðir í sam­ræmi við hlut­deild í loðnu.

Að auki svipuðust tvö norsk skip eft­ir loðnunni fyr­ir aust­an og norðan í nokkra daga í fe­brú­ar. Um borð í veiðiskip­un­um voru hverju sinni 2-4 starfs­menn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, oft­ast fjór­ir.

Þó svo að form­legri loðnu­leit hafi verið hætt í fyrra­dag þá mun Haf­rann­sókna­stofn­un áfram fylgj­ast með frétt­um af loðnu fyr­ir norðan land og gera ráðstaf­an­ir þyki til­efni til. Á Húna­flóa veidd­ist hrygn­ing­ar­loðna eft­ir miðjan mars­mánuð í fyrra, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um loðnu­leit­ina í Morg­un­blaðinnu í dag.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2546
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 993967
Samtals gestir: 48567
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:25:36
www.mbl.is