17.03.2019 10:38

Nesfiskur i Garðinum kaupir tvö skip að austan

                   2449 Steinunn SF10 mynd þorgeir Baldursson 

                     2403 Hvanney SF 51 mynd þorgeir Baldursson 

Nesfiskur hf. í Garði hefur gert kauptilboð í tvö skip í eigu Skinneyjar-Þinganess

á Hornafirði. Um er að ræða skipin Hvanney SF og Steinunni SF en bæði eru um 29 metrar á lengd og smíðuð í Kína árið 2001.

Kauptilboðið miðast við að skipin verði seld án aflahlut- deildar eða annarra aflaheimilda. Aflahlutdeildir skipanna verða fluttar til annarra skipa Skinneyjar-Þinganess. Sveitar- félaginu var boðið að neyta forkaupsréttar á skipunum.

Bæjarráð Hornafjarðar gerir ekki athugasemd við að skipin verði seld. Sveitarfélagið mun ekki nýta forkaupsréttar á þeim.

Ný skip á leiðinni

Skinney-Þinganes undirritaði samning um smíði á tveimur nýjum togskipum í desember 2017.

Koma þau í stað Hvanneyjar SF og Steinunnar SF. Áætlað var að smíði hvors skips tæki 14 mánuði og er gert ráð fyrir að skipin verði afhent í október og nóvember 2019. Skipin eru smíðuð af VARD í Noregi en fyrirkomulag og val á búnaði er unnið í samstarfi við útgerðirn- ar. Skipin verða 28,95 metar að lengd og 12 metrar að breidd. Í

skipunum verða tvær aðalvélar með tveimur skrúfum. Ný kyn- slóð rafmagnsspila verða í skip- unum frá Seaonics.

Þessi nýju systurskip verða vel búin í alla staði og í þeim verða íbúðir fyrir 13 manns.

Þau munu taka um 80 tonn af ísuð- um fiski í lest.

Heimild Fiskifrettir 

Myndir Þorgeir Baldursson  

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 5636
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1124762
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 09:03:19
www.mbl.is