17.03.2019 09:14

þar sem að allt verður að verðmætum

       Sigþór Kjartansson skipst Sólbergs ÓF 1mynd þorgeir Baldursson 2018

                   2917 Sólberg ÓF1 mynd þorgeir Baldursson 2019

            Sólberg ÓF við bryggju á Siglufirði mynd þorgeir Baldursson 

         Mjölinu landað úr Sólbergi  á Siglufirði Mynd þorgeir Baldursson 2019

  Mjöli,frostnum afurðum, og lýsi .öllu landað á sama tima mynd þorgeir 2019

                  Aflinn á brettum i lestinni mynd þorgeir Baldursson 2019

               Landað úr Sólberginu ÓF1 mynd þorgeir Baldursson 2019

                 Lýsistankur úr Sólbergi ÓF 1 mynd þorgeir Baldursson 2019

             Löndun i Fullum gangi Úr Sólberginu Mynd þorgeir Baldursson 2019
 

Sigþór Kjartansson skipstjóri á Sólbergi ÓF-1 og áhöfn hans komu fyrir helgi úr mettúr í Barentshafinu. Eftirtekjan var um 1800 tonn eftir 37 daga veiðiferð úti fyrir Norður-Noregi. Allt var vaðandi í loðnu meðan veiðarnar stóðu yfir og fiskurinn vel haldinn. Segir Sigþór skynsamlegt af Norðmönnum og Rússum að gefa ekki út loðnukvóta fyrir þetta ár.

„Við erum þokkalega glaðir eftir þennan túr. Þetta gekk allt saman mjög vel. Við fórum út að kvöldi 1. febrúar og siglingin tók þrjá og hálfan sólarhring. Við vorum mikið úti fyrir Honningsvåg, Hammerfest og Nordkap svæðinu. Heilt yfir var þarna ágætis veður en veðrabrigðin voru dálítið skrautleg. Eins og hendi væri veifað voru komnir þarna 34 metrar á sekúndu og stórhríð. Veðrabreytingarnar voru öfgakenndar en brælan stóð þó aldrei lengi yfir og það náði aldrei vondum sjóum eins og gerist við Ísland,“ segir Sigþór.

Góð aflabrögð

Hann segir aflabrögðin hafa verið mjög góð. Það komu þó dagar sem þurfti að hafa fyrir veiðinni og dregin voru löng tog. En aflinn var oftast nær mjög góður, um 90% þorskur. Sigþór er sáttur við Smugusamninginn svonefnda milli Íslendinga, Norðmanna og Rússa.

„Það var nú ljóta vitleysan þegar við vorum að fara í Smuguna. Veiðin gat dottið niður í ekkert og menn létu bara reka. Þetta er allt annað líf núna. Styttra að fara og öruggara fiskirí.“

Sigþór segir þorskinn heilt yfir frekar vænni en af Íslandsmiðum. Engu að síður hafi verið meira um blandaðan fisk af stærð í þessum túr en oft áður.  Oftast í marsmánuði, þegar veiðin er hvað mest við Lofoten, hefur uppistaðan verið risafiskur og oft til vandræða hvað hann er stór. Í þessum túr hafi komið tímabil þar sem smærri fiskur hafi verið með.

„Fiskurinn er troðfullur af loðnu og það var eiginlega sama hvar við vorum – alls staðar var loðna. Það eru loðnuflekkir í sjó víða. Norðmenn og Rússar gerðu með sér samkomulag um að veiða enga loðnu. Þeir vilja hafa hana fyrir þorskinn og ég er ekki frá því að það sé skynsamlegt. Þetta mætti prófa hérna heima líka.“

Mjöl og lýsi

Það varð tilefni til fréttaskrifa þegar Sólbergið kom úr Barentshafinu á svipuðum tíma í fyrra með sennilega mesta afla sem íslenskt skip hefur komið með úr einni veiðiferð, alls um 1.760 tonn upp úr sjó. Í þeim túr var megnið af aflanum bitaskorið sem var nýjung hjá íslensku skipi. Eftir túrinn núna var aflinn enn meiri, eða um 1.885 tonn. Ætla má að aflaverðmætið sé hátt á sjötta hundrað milljónir króna.

Sólbergið náði öllum sínum kvóta í þessum eina túr en á gamla Mánaberginu voru túrarnir yfirleitt tveir. Í Sólberginu eru flökunarvélar og hausarar frá Vélfagi á Ólafsfirði. Hægt er að bitaskera fiskinn þótt það hafi ekki verið gert að ráði í síðustu veiðiferð en í fyrra var komið úr Barentshafinu með mikið af hnökkum.

Auk bolfisks var landað úr Sólberginu um 120 tonnum af mjöli og líklega um 30.000 lítrum af lýsi. Norska strandgæslan leit við í eftirlitsferð og undraðist mjög að lýsi væri einum tankinum. Það má því segja að allt verði að verðmætum sem kemur úr hafinu um borð í Sólbergið.

Framundan er svo hefðbundin veiði á heimamiðum. Sigþór og áhöfn hans fá langþráð frí  en Trausti Kristinsson skipstjóri og hans áhöfn taka við keflinu.

Heimild Fiskifrettir 

Guðjón Guðmundsson 

Myndir Þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 5636
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1124762
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 09:03:19
www.mbl.is