26.03.2019 09:53

40 ÁR á milli mynda frá Vestmannaeyjum

Frá Frettaritara Siðunnar i Vestmannaeyjum Óskari Pétri Friðrikssyni

Langar að senda þér þessar myndir sem sýna mismunin núna í dag og fyrir 40 árum síðan, eða á því herrans ári 1979.

Ég veit að ég get ekki tekið eins mynd þar sem búið er að lengja Nausthamarsbryggjuna til austurs og FES hefur byggt mikið af tönkum sem skyggja útsýnið sem var áður fyrr. 

Að sönnu voru skip og bátar fleiri fyrr á árum þó ég reikni með að tonnastærðin sé hugsamlega minni árið 1979 heldur en er í dag. Sæbjörg VE 56 liggur utan á Básaskersbryggju 1979, á því skipi var ég síðasta haustið sem það var gert út, haustið 1984, en Sæbjörg endaði í Hornvík 17. des. 1984 í slæmu veðri. Núna liggur Lóðsinn  utan á Básaskersbryggju.

Ef eitthvað er sameiginlegt á myndunum er það að Heimaey VE 1 liggur austast á báðum myndunum.

             Vestmannaeyjarhöfn 1979 Mynd Óskar Pétur Friðriksson 

         Vestmannaeyjarhöfn  2019 mynd Óskar Pétur Friðriksson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is