03.05.2019 20:25

Helga Maria AK leigð til Grænlands

             1868 Helga maria AK 14 mynd þorgeir Baldursson 2017

HB Grandi und­ir­ritaði samn­ing í vik­unni um leigu á ís­fisk­tog­ar­an­um Helgu Maríu,

ásamt 11 manna áhöfn, til Grøn­lands Natur­institut. Þar verður skipið við haf­rann­sókn­ir á hafsvæðinu við Græn­land í þrjá mánuði í sum­ar.

Þetta kem­ur fram á vef HB Granda. Þar seg­ir enn­frem­ur,

að Græn­lend­ing­arn­ir séu að láta smíða nýtt haf­rann­sókn­ar­skip á Spáni, sem verði ekki til­búið fyrr en um vorið 2021.

Í dag séu þeir ekki með rann­sókn­ar­skip og leigja því skip til að brúa tím­ann þar til nýja skipið verði til­búið.

Auk 11 manna áhafn­ar frá HB Granda, verða allt að 10 vís­inda­menn frá Grøn­lands Natur­institut um borð við rann­sókn­ir.

Áætlað er að Helga María haldi frá Reykja­vík til Nuuk á Græn­landi 10. júní nk. Skip­stjóri verður Heim­ir Guðbjörns­son.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2908
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 2617
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 1328390
Samtals gestir: 56635
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 12:15:48
www.mbl.is