21.05.2019 16:51Góður Afli hjá Gullver Ns 12
Ísfisktogarinn Gullver NS kom til Seyðisfjarðar að aflokinni veiðiferð á laugardagskvöld. Landað var úr skipinu á sunnudag og síðan var haldið til veiða síðdegis þann dag. Afli skipsins var 106 tonn; 37 tonn af þorski, 34 tonn af ufsa, 24 tonn af gullkarfa og um 9 tonn af ýsu. Heimasíðan sló á þráðinn til Þórhalls Jónssonar skipstjóra og spurði hvernig veiðiferðin hafi gengið.
„Það má segja að hún hafi gengið vel. Það var jafn og góður afli allan túrinn, hinn besti reytingur. Við vorum einungis að veiðum í rétt rúmlega þrjá sólarhringa þannig að aflinn fór yfir 30 tonn á sólarhring. Við vorum í ýsu og þorski á Lónsbugtinni og síðan héldum við í Berufjarðarálinn og enduðum túrinn í Hvalbakshallinu,“ segir Þórhallur.
Hluti afla Gullvers fer til vinnslu í fiskvinnslustöðinni á Seyðisfirði og segir Ómar Bogason framleiðslustjóri að þar sé unninn þorskur, ýsa og ufsi. „Vinnslan er hefðbundin hjá okkur og við framleiðum bæði ferskt og frosið fyrir Evrópumarkað.
Nú eru einhver teikn á lofti um hækkandi ufsaverð á mörkuðum og það kemur sér afar vel,“ segir Ómar.
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 514 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 2479 Gestir í gær: 53 Samtals flettingar: 1095840 Samtals gestir: 51849 Tölur uppfærðar: 4.1.2025 16:16:11 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is