|
2889 Engey RE1 mynd Þorgeir Baldursson 2 júni 2019
|
Útgerðarfyrirtækið HB Grandi hefur selt ferskfisktogarann Engey RE 91 til Murmansk Trawl Fleet í Rússlandi.
Verður skipið afhent nýjum eigendum fyrri hluta þessa mánaðar.
Þetta kemur fram í tilkynningu HB Granda til Kauphallar Íslands. Þar segir einnig að ísfisktogarinn Helga María AK 16 verði tekinn aftur í rekstur,
en honum var lagt í febrúar sl. Þá segir að skipverjum í áhöfn Engeyjar verði boðið pláss á öðrum skipum félagsins.
Heimildir Morgunblaðsins herma að ástæða sölunnar sé sú að innan HB Granda ríki vilji til að gera út stærra skip,
lengra og breiðara, með þremur spilum og tveimur trollum.
Þá meti félagið það svo að of dýrt sé að lengja Engey til að hún geti svarað sömu þörfum.
Við þetta má bæta að skipið lagði af stað frá Reykjavik i gær áleiðis til Noregs
þar sem að það verður afhennt i Álasund