05.06.2019 08:25

2889 Engey RE 1 seld til Rússlands

          2889 Engey RE1 mynd Þorgeir Baldursson 2 júni 2019

 

Útgerðarfyr­ir­tækið HB Grandi hef­ur selt fersk­fisk­tog­ar­ann Eng­ey RE 91 til Murm­ansk Trawl Fleet í Rússlandi.

Verður skipið af­hent nýj­um eig­end­um fyrri hluta þessa mánaðar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu HB Granda til Kaup­hall­ar Íslands. Þar seg­ir einnig að ís­fisk­tog­ar­inn Helga María AK 16 verði tek­inn aft­ur í rekst­ur,

en hon­um var lagt í fe­brú­ar sl. Þá seg­ir að skip­verj­um í áhöfn Eng­eyj­ar verði boðið pláss á öðrum skip­um fé­lags­ins.

Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að ástæða söl­unn­ar sé sú að inn­an HB Granda ríki vilji til að gera út stærra skip,

lengra og breiðara, með þrem­ur spil­um og tveim­ur troll­um.

Þá meti fé­lagið það svo að of dýrt sé að lengja Eng­ey til að hún geti svarað sömu þörf­um.

Við þetta má bæta að skipið lagði af stað frá Reykjavik i gær áleiðis til Noregs 

þar sem að það verður afhennt i Álasund

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 475
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 7947
Gestir í gær: 157
Samtals flettingar: 1093323
Samtals gestir: 51798
Tölur uppfærðar: 3.1.2025 04:25:28
www.mbl.is