05.06.2019 07:32

Blængur Nk til veiða i rússasjó

„Það má gera ráð fyr­ir að þetta verði fjöru­tíu daga túr en hafa verður í huga að það tek­ur fjóra og hálf­an sól­ar­hring að sigla á miðin og sama tíma tek­ur að sigla heim. Það má reikna með að upp­haf ferðar­inn­ar hjá okk­ur verði í skíta­brælu. Við bíðum núna eft­ir rúss­nesku papp­ír­un­um en þeir verða að vera um borð í frum­riti.“

Þetta seg­ir Bjarni Ólaf­ur Hjálm­ars­son, skip­stjóri á frysti­tog­ar­an­um Blængi NK, en í gær var unnið af krafti við að gera hann klár­an til veiða í Bar­ents­haf­inu.

„Þess­ar Bar­ents­hafsveiðar leggj­ast vel í mann­skap­inn og sam­skipt­in við Rúss­ana eru okk­ur auðveld þar sem Geir Stef­áns­son stýri­maður er rúss­nesku­mæl­andi. Þegar við kom­um á staðinn kem­ur rúss­nesk­ur eft­ir­litsmaður um borð sem verður með okk­ur all­an tím­ann. Hann fylg­ist með veiðunum og hef­ur eft­ir­lit með því að allt sé rétt gert og rétt vigtað,“ var haft eft­ir Bjarna Ólafi á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar síðdeg­is í gær.

All­ar til­kynn­ing­ar á rúss­nesku

„Við meg­um fiska þarna um 1.200 tonn og þurf­um að vera komn­ir til baka 12. júlí. Í fyrra tók­um við 1.500 tonn í Bar­ents­haf­inu í tveim­ur túr­um en þá voru ekki sömu góðu afla­brögðin og hafa gjarn­an verið áður. Hins veg­ar eru núna mun betri verð en fyr­ir ári. Best hefði verið að fara þarna fyrr en nú eru ein fimm ís­lensk skip á leiðinni í Bar­ents­hafið.

All­ar til­kynn­ing­ar ber­ast á rúss­nesku, þar á meðal til­kynn­ing­ar um heræf­ing­ar sem eru nokkuð al­geng­ar á svæðinu. Ann­ars eru menn hinir hress­ustu og binda von­ir við að Bar­ents­haf­stúr­inn verði hinn besti.“

      Geir Stefánsson Stýrimaður á Blæng Nk 125 mynd þorgeir Baldursson 

         Blængur NK 125 mynd Guðlaugur Björn Birgisson 2 júni 2019

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 475
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 7947
Gestir í gær: 157
Samtals flettingar: 1093323
Samtals gestir: 51798
Tölur uppfærðar: 3.1.2025 04:25:28
www.mbl.is