 |
1178 Bliða SH 277 Aðsend mynd af vefmyndavel
|
Fiskiskipið Blíða SH-277, sem steytti á skeri skammt undan Stykkishólmi upp úr hádegi í dag og var strand í nokkrar klukkustundir, náði að sigla aftur af stað um fjögurleytið. Beðið hafði verið eftir flóði og þegar aðstæðurnar sköpuðust komst skipið aftur á flot.

Autt hafið við Stykkishólm að Blíðu sigldri á brott. Hún er komin í höfn. Vefmyndavél
Nú er Blíða komin í höfn í Stykkishólmi þar sem ástand skipsins verður metið. Eftir nokkurra stunda bið réttist skipið af, komst á flot og gat siglt á eigin vélarafli til hafnar, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Nokkur viðbúnaður var á vettvangi þegar skipið strandaði. Björgunarskip frá Björgunarsveitunum mætti á vettvang og þyrla Landhelgisgæslunnar. Aldrei var þó talin veruleg hætta á ferð og blessunarlega komst skipið aftur á flot þegar féll að.
Engan sakaði og verið er að kanna ástand skipsins.

Blíða SH-277, sem er í miðjunni, hallaði nokkuð á skerinu þar sem skipið hafði strandað. Eftir fáeinar klukkustundir náði að rétta skipið aftur af og það sigldi til hafnar.Vefmyndavél
Heimild mbl.is