29.06.2019 09:06

Vestmannaey VE54 i reynslusiglingu i gær

Fyrsta skipið í raðsmíðaverk­efni ís­lenskra út­gerða er vænt­an­legt til lands­ins um 10. júlí. Það er Vest­manna­ey sem út­gerðarfé­lagið Berg­ur-Hug­inn í Eyj­um, dótt­ur­fé­lag Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað, kaup­ir. Heima­höfn þess er í Vest­manna­eyj­um eins og nafnið bend­ir til.

Vest­manna­ey fór í reynslu­sigl­ingu í fyrra­dag frá bæn­um Aukra í Nor­egi þar sem VARD er með skipa­smíðastöð og gekk hún vel, að sögn Gunnþórs Ingva­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Skipið 29 metr­ar að lengd og 12 metr­ar á breidd og get­ur borið um 80 tonn af ísuðum fiski. „Mér líst vel á skipið. Við fáum öfl­ugra skip, betri aðbúnað og meðhöndl­un afl­ans verður betri,“ seg­ir Gunnþór í Morg­un­blaðinu í dag.

Ber­gey, hitt skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar, og Vörður sem er fyrra skip Gjög­urs eru vænt­an­leg í sept­em­ber og síðan koma skip­in eitt af öðru. Nokk­ur skip­anna voru smíðuð að hluta í Víet­nam. helgi@mbl.is heimild Mbl.is

                   2954 Vestmannaey VE54  mynd aðsend mbl.is

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 702
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1061976
Samtals gestir: 50970
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 07:03:21
www.mbl.is