Fyrsta skipið í raðsmíðaverkefni íslenskra útgerða er væntanlegt til landsins um 10. júlí. Það er Vestmannaey sem útgerðarfélagið Bergur-Huginn í Eyjum, dótturfélag Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, kaupir. Heimahöfn þess er í Vestmannaeyjum eins og nafnið bendir til.
Vestmannaey fór í reynslusiglingu í fyrradag frá bænum Aukra í Noregi þar sem VARD er með skipasmíðastöð og gekk hún vel, að sögn Gunnþórs Ingvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Skipið 29 metrar að lengd og 12 metrar á breidd og getur borið um 80 tonn af ísuðum fiski. „Mér líst vel á skipið. Við fáum öflugra skip, betri aðbúnað og meðhöndlun aflans verður betri,“ segir Gunnþór í Morgunblaðinu í dag.
Bergey, hitt skip Síldarvinnslunnar, og Vörður sem er fyrra skip Gjögurs eru væntanleg í september og síðan koma skipin eitt af öðru. Nokkur skipanna voru smíðuð að hluta í Víetnam. helgi@mbl.is heimild Mbl.is
|
2954 Vestmannaey VE54 mynd aðsend mbl.is
|