05.07.2019 22:26

Svipmyndir af N1 móti KA og pollamóti Þórs Drónaskot

Um tvö þúsund strák­ar á aldr­in­um 11 til 12 ára leika nú list­ir sín­ar á N1-mót­inu á Ak­ur­eyri, sem haldið er í 33. sinn, og hafa þátt­tak­end­ur aldrei verið fleiri.

Á þeirri nýj­ung var bryddað fyr­ir nokkr­um árum að hefja bein­ar sjón­varps­út­send­ing­ar af mót­inu. All­ir leik­ir á velli átta eru nú sýnd­ir í beinni út­send­ingu á Youtu­be-rás KA og ekki nóg með það held­ur er þeim lýst líkt og sönn­um kapp­leik sæm­ir. Fram­kvæmd­in er í meira lagi metnaðarfull, en alls eru 76 leik­ir í beinni út­send­ingu frá morgni til kvölds á leik­dög­un­um fjór­um. Ágúst Stef­áns­son mót­stjóri seg­ir að reynt sé eft­ir bestu getu að dreifa leikj­um þannig að sem flest lið fái að leika á sjón­varps­vell­in­um, en ljóst að færri kom­ast að en vilja.

Þátt­töku­met var enda slegið á mót­inu nú og eru um 2.000 dreng­ir mætt­ir til leiks í 206 liðum. 

          Stjörnustrákar og Haukar áttu kappi saman mynd þorgeir Baldursson 

Nafnakraðakið trufl­ar ekki lý­send­ur, sem hafa fengið upp­lýs­ing­ar frá fé­lög­un­um um nöfn og treyj­u­núm­er allra leik­manna og geta því greint skil­merki­lega frá öllu sem þeir taka sér fyr­ir hend­ur, eða fæt­ur öllu held­ur, á vell­in­um. For­eldr­um gefst svo kost­ur á að kaupa upp­tök­ur af leikj­um sinna manna gegn vægu gjaldi.

N1-mótið hófst á miðviku­dag á riðlakeppni, en nú er út­slátt­ar­keppni haf­in. Fyr­ir­komu­lag móts­ins er þannig svipað og í heims­meist­ara­keppn­inni en þó með þeirri und­an­tekn­ingu að spilað er um öll sæti á mót­inu. Þannig keppa öll lið jafn­marga leiki hvernig sem þeim árar í riðlakeppn­inni.

Ágúst seg­ir að mótið hafi heppn­ast frá­bær­lega hingað til og kepp­end­ur ekki látið smá­veg­is úr­komu gær­dags­ins á sig fá. Móts­hald­ar­ar gera ráð fyr­ir að um 2-4 ætt­ingj­ar og vanda­menn fylgi hverj­um þátt­tak­anda og því óhætt að áætla að á bil­inu 8-10.000 manns séu nú sam­an komn­ir norðan heiða til að taka þátt í mót­inu. „Þetta er fyr­ir löngu orðin stærsta ferðahelg­in hér á Ak­ur­eyri,“ bæt­ir Ágúst við.

Mót­inu lýk­ur á morg­un, en kvöld­skemmt­un verður í íþrótta­höll­inni í kvöld þar sem rapp­ar­arn­ir Emm­sjé Gauti og Herra Hnetu­smjör hyggj­ast trylla lýðinn.

Áhuga­sam­ir geta fylgst með tökt­un­um í beinni út­send­ingu hér að neðan. Leikjaplanið má finna hér, en sem fyrr seg­ir er sjón­varpað frá leikj­um á velli núm­er átta.:

    Mikill fjöldi barna og aðstanda var á mótinu mynd þorgeir Baldursson 

               Spilað allstaðar mynd þorgeir Baldursson 5 júli 2019

         KA svæðið séð úr 365 metra hæð mynd þorgeir Baldursson 5 júli 2019

Pollamót Þórs birjaði i morgun hérna koma nokkrar myndir frá þvi séð með augum drónans

        Góð stemming við Hamar félagsheimili Þórs mynd þorgeir 5 júli 2019

      Þórs aðstaðan er til mikillar fyrirmyndar mynd þorgeir Baldursson 2019

     Mikill Fjöldi fólks saman kominn  i fallegu veðri mynd þorgeir Baldursson 

            Glæsileg aðstaða mynd þorgeir Baldursson 5 júli 2019

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3572
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 994993
Samtals gestir: 48568
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 14:07:43
www.mbl.is