18.07.2019 22:08

Friðlýsing Goðafoss

                    Goðafoss  mynd þorgeir Baldursson 14 júli 2109

        Ferðafólk úr öllum heimshornum kemu að fossinum mynd þorgeir 

     Þessi ungi drengur var frá Shanghæ mynd þorgeir Baldursson 

     Vinsælt að taka myndir af fjölskyldunni með fossinn i bakgrunni  ©Þorgeir

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur kynnt áform um friðlýs­ingu Goðafoss í Þing­eyj­ar­sveit. Greint er frá áformun­um á vef Stjórn­ar­ráðs og Um­hverf­is­stofn­unn­ar, en áformin eru kynnt í sam­starfi við land­eig­end­ur og sveit­ar­fé­lagið Þing­eyj­ar­sveit.

Goðafoss, sem er í Skjálf­andafljóti í Bárðar­dal, er einn af vatns­mestu foss­um lands­ins. Hann er vin­sæll ferðamannastaður og þangað kem­ur fjöldi ferðamanna all­an árs­ins hring. 

Friðlýs­ingaráformin miða að því að vernda sér­stæðar nátt­úru­m­inj­ar, breyti­leika jarðmynd­ana og foss­inn sjálf­an, m.a. með því að viðhalda nátt­úru­legu vatns­rennsli í foss­inn, sér­kenn­um og úti­vist­ar­gildi svæðis­ins.

Áform um friðlýs­ingu eru kynnt í sam­ræmi við 2. mgr. 38. gr. nátt­úru­vernd­ar­laga en gert er ráð fyr­ir að svæði sem ekki eru á fram­kvæmda­áætl­un nátt­úru­m­inja­skrár séu kynnt sér­stak­lega.

Frest­ur til að skila at­huga­semd­um við áformin er til og með 18. sept­em­ber 2019.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2546
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 993967
Samtals gestir: 48567
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:25:36
www.mbl.is