|
Vikingur AK 100 mynd HB Grandi
|
Vaðandi Makriltorfa við Hvalbak mynd þorgeir Baldursson 2019 |
|
Við vorum að veiðum út af Reyðarfjarðardjúpi en þaðan er um átta tíma sigling til Vopnafjarðar. Það var dálítið erfitt að forðast síld sem aukaafla en það gerist á hverju ári að síld kemur með makrílnum. Þá færir maður sig bara í von um að fá hreinan makríl.“
Þetta segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, í Morgunblaðinu í dag. Skipið er nú á Vopnafirði og kom þangað í gærkvöldi með um 770 tonna afla að því er fram kemur á vef HB Granda.
Að sögn Alberts hafa aflabrögð yfirleitt verið góð síðustu vikur en það hefur valdið vissum erfiðleikum að á sumum stöðum hefur síld blandast makrílnum. Síldina vilja sjómenn helst ekki veiða fyrr en eftir makrílvertíðina. Mikil ferð hefur verið á makrílnum í norðausturátt.
„Það var mjög góð veiði um verslunarmannahelgina en þá var aðalveiðisvæðið í Litladjúpi og Hvalbakshallinu. Núna er makríllinn kominn mun norðar. Þetta er allt rígvænn fiskur, 500 grömm og þyngri, og enn sem komið er virðist ekki vera neitt lát á göngum upp að landinu,“ segir Albert.
Heimild MBL.IS