Skipstjóranir Sigurður Jónsson og Bergþór Gunnlaugsson mynd þorgeir Baldursson
Frystitogarinn Tómas Þorvaldsson kom til heimahafnar í Grindavík í fyrsta sinn fyrir skömmu, en Þorbjörn hf. Er eigandi hans. Þá kom hann með fínan grálúðuafla af Austfjarðamiðum. Skipstjórinn, Sigurður Jónsson, er ánægður eftir fyrsta túrinn. „Þetta er hörku sjóskip. Maður er búinn að finna það alveg í þessari veiðiferð. Tómas er þriðjungi stærri en Hrafn Sveinbjarnarson, sem ég var með áður og maður finnur stærðarmuninn mjög vel. Tómas veltur ekki neitt og því fer alveg rosalega vel um okkur. Strákarnir finna það vel. Þetta verður því alveg meiriháttar, þegar maður er búinn að gera þetta að sínu.“
Aflaverðmætið er um 117 milljónir, eftir um 15 daga á veiðum. „Fyrst vorum við að vinna í því koma okkur af stað og svo byrjaði þetta bara rúlla. Það tekur alltaf aðeins á að taka við nýju skipi, en þetta hefur gengið fínt. Við erum nánast eingöngu með grálúðu í þessum túr og vorum að veiðum fyrir austan að þessu sinni. Við reiknum með að vera á grálúðu fram að fyrsta september.“
Það virkar mjög vel og strákarnir eru alveg hæst ánægðir með það. Það erfiðasta um borð í frystitogurum er venjulega vinnan í frystitækjunum, burður á pönnum og slá úr þeim og pakka. Þarna er þetta bara sjálfvirkt. Þú færð bara til þín tóma pönnu og raðar öskjunum í hana og sendir hana frá þér í frystitækin og svo þegar frystingin er næg, tekur kerfið pönnuna út, slær út henni og setur í kassa. Þá er frystigetan feikilega mikil og skipið fellur vel að þeim kvóta sem við höfum til umráða. Þetta er gott skip sem mikið var lagt í á sínum tíma, þegar það var smíðað og síðan hafa verið gerðar á því breytingar, sem bara eru til að gera skipið betra. Þetta lofa því bara góðu. Við kláruðum túrinn og allir komu heilir heim og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Sigurður.
Heimild Kvotinn.is
Myndir Hjörtur Gislasson og Þorgeir Baldursson
|
Tekið á móti nýja skipinu: Katrín Sigurðardóttir, Eiríkur Tómasson, Gerður Sigríður Tómasdóttir, Gunnar Tómasson og Rut Óskarsdóttir.
Ljósmynd Bergþór Gunnlaugsson.
|
2173 Tómas Þorvaldsson GK 10 i Hafnarfirði Mynd þorgeir Baldursson |
|
2173 Arnar HU 1 Mynd þorgeir Baldursson 1996
Togarinn var upphaflega smíðaður fyrir Skagstrending á Skagaströnd og hét þá Arnar HU. Hann var síðan seldur til Grænlands og hét þá Sisimiut. Þorbjörn hf. í Grindavík keypti skipið í vetur og tók við því í vor. Það hélt svo til veiða eftir yfirferð í slipp í Hafnarfirði í júlí.
|
Sisimiut GR 500 á Veiðum i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson |
|
|
|