16.08.2019 07:40

Hvalaveisla á pollinum I gærkveldi

 Hvalaskoðun i gær á Pollinum Grindhvalur i návigi mynd þorgeir Baldursson 

 

„Þetta er óvenju­legt ástand. Þeir koma ekki oft hingað, ég veit ekki til þess að grind­hval­irn­ir hafi verið áður inni á Polli,“ seg­ir Arn­ar og bæt­ir við að um 20 til 40 dýra grind­hvala­vöðu hafi verið að ræða.

„Þeir voru bara svona svamlandi um og við vor­um nátt­úru­lega að reyna að fara gæti­lega í kring­um þá og reyna að halda okk­ur alltaf land­meg­in við þá svo það yrði eng­in hætta á að við mynd­um fæla þá upp á land.“

Aðspurður hvað Arn­ar telji að laði grind­hval­ina að Ak­ur­eyri seg­ist hann ekki þora að slá neinu föstu. 

„Við höf­um ekki verið að sjá inni á Polli vaðandi mak­ríl. En eitt­hvert æti er hérna á svæðinu. Auðvitað eru þessi hval­ir yf­ir­leitt í æt­is­leit. Þess­ir hval­ir sem fara inn á Poll hljóta að rata út aft­ur. Það er ekki svo mik­il skipaum­ferð hérna að hún gæti girt fyr­ir eða slíkt. 

„Þetta er ein­hver trufl­un í höfðinu á dýr­un­um held ég að hljóti að vera. Þeir gætu verið að missa eitt­hvað sam­bandið.“

Arn­ar seg­ir grind­hval­ina hafa vakið mikla at­hygli og kátínu bæði ferðamanna og íbúa Ak­ur­eyr­ar. 

„Þeir eru bún­ir að vera hérna held ég í þrjá daga. Það hef­ur verið mjög gam­an að horfa og fylgj­ast með. Það er búið að vera erfitt veður und­an­farna daga þannig að það er líka gott að geta bara farið stutt.“

         Arnar Sigurðssson Skipst og Vivi leiðsögukona mynd þorgeir Baldursson 

Grind­hval­ir í Poll­in­um á Ak­ur­eyri hafa glatt farþega um borð í hvala­skoðun­ar­skip­inu Hólma­sól síðustu daga. Að sögn Arn­ars Sig­urðsson­ar skip­stjóra eru grind­hval­ir á þessu svæði eins­dæmi.

„Við vor­um með grind­hvali inni á Polli, and­ar­nefj­ur rétt fyr­ir utan og eina hrefnu þar utar. Allt mjög ná­lægt Ak­ur­eyri,“ seg­ir Arn­ar ánægður í sam­tali við mbl.is. 

       Hólmasól með fullfermi af Farþegum i Hvalaskoðunn i vikunni 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is