Stuttir túrar - eða þrír til fjórir dagar. Víða farið til að hitta á fisk.
Ísfisktogarinn Gullver NS hefur það sem af er ágústmánuði landað fjórum sinnum á Seyðisfirði, samtals tæplega 400 tonnum.
Þetta kemur fram á heimasíðu Síldarvinnslunnar þar sem rætt er við Þórhall Jónsson skipstjóra. Hann var spurður um aflabrögð.
„Það hefur aflast þokkalega en síðustu tvo túrana hefur verið heldur tregt í þorski og ufsa. Í síðasta túr var bræla við suðausturlandið og þá veiddum við á Tangaflakinu og Digranesflakinu. Í túrunum á undan vorum við sunnar og vorum til dæmis á Stokksnesgrunni og lentum út í Rósagarð þar sem fékkst djúpkarfi. Þá var farið allvíða. Venjulega eru túrarnir hjá okkur þrír til fjórir sólarhringar þannig að þeir eru ekki langir. Gert er ráð fyrir að skipið haldi á ný til veiða í kvöld. Það er verið að taka nýja víra og að því loknu verður látið úr höfn,“ segir Þórhallur.
|
Landað úr Gullver Ns 12 mynd þorgeir Baldursson 2019
|
Landað úr Gullver drónamynd Þorgeir Baldursson 2019
|
1661 Gullver við bryggju á Seyðisfirði mynd þorgeir Baldursson |
|
|