Börkur NK kom til Neskaupstaðar í gær með 1.200 tonn af makríl til vinnslu, og hófst löndun klukkan þrjú í nótt. Haft er eftir Hjörvari Hjálmarssyni skipstjóra í tilkynningu frá Síldarvinnslunni að aflinn hafi fengist í þremur holum, veiði hafi verið góð og mikið að sjá. „Við vorum heppnir að þessu sinni. Þetta er stór og kvikur fiskur og það getur verið erfitt að eiga við hann því hann fer mjög hratt yfir,“ segir Hjörvar.
Vertíð hefur almennt gengið vel en eins og venjulega eru veiðar á makríl æði sveiflukenndar, háðar veðri og því hve hratt fiskur fer yfir. „Það er auðvelt að týna honum.“
Beitir NK og Bjarni Ólafsson AK, tvö skip Síldarvinnslunnar, eru á leiðinni á miðin, en hið þriðja, Margrét EA er nú að landa í Færeyjum
|
2265 Börkur NK 122 Mynd þorgeir Baldursson
|