22.08.2019 21:28

Börkur Nk 122 með góðan makriltúr

Börk­ur NK kom til Nes­kaupstaðar í gær með 1.200 tonn af mak­ríl til vinnslu, og hófst lönd­un klukk­an þrjú í nótt. Haft er eft­ir Hjörv­ari Hjálm­ars­syni skip­stjóra í til­kynn­ingu frá Síld­ar­vinnsl­unni að afl­inn hafi feng­ist í þrem­ur hol­um, veiði hafi verið góð og mikið að sjá. „Við vor­um heppn­ir að þessu sinni. Þetta er stór og kvik­ur fisk­ur og það get­ur verið erfitt að eiga við hann því hann fer mjög hratt yfir,“ seg­ir Hjörv­ar.

Vertíð hef­ur al­mennt gengið vel en eins og venju­lega eru veiðar á mak­ríl æði sveiflu­kennd­ar, háðar veðri og því hve hratt fisk­ur fer yfir. „Það er auðvelt að týna hon­um.“

Beit­ir NK og Bjarni Ólafs­son AK, tvö skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar, eru á leiðinni á miðin, en hið þriðja, Mar­grét EA er nú að landa í Fær­eyj­um

                         2265 Börkur NK 122 Mynd þorgeir Baldursson 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 608
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 538
Gestir í gær: 59
Samtals flettingar: 997347
Samtals gestir: 48683
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 09:19:07
www.mbl.is