22.08.2019 22:28

Fyrsta norska skipið á Norður­pól­inn

           Skipverjar á Svalbard fagna áfanganum mynd Norska Strandgæslan 

Skip frá norsku land­helg­is­gæsl­unni komst í sögu­bæk­urn­ar í gær er það varð fyrsta norska skipið til að sigla á Norður­pól­inn. Fjöl­miðill­inn The In­depend­ent Bar­ents Obser­vergrein­ir frá þessu, en skipið KV Sval­b­ard tek­ur þátt í CA­ATEX rann­sókn­ar­verk­efn­inu um lofts­lags­breyt­ing­ar sem Nan­sen En­vironmental and Remote Sens­ing Centre fer fyr­ir.

Strand­gæsl­an greindi frá áfang­an­um á Twitter, en að sögn norsku TV2 sjón­varps­stöðvar­inn­ar sigldi norska skipið eft­ir slóða sem rúss­nesk­ur ís­brjót­ur hafði farið. Hef­ur kjarn­orku­knúni ís­brjót­ur­inn 50 let Po­be­dy farið fimm ferðir með ferðamenn á Norður­pól­inn það sem af er þessu sumri.

Hef­ur TV2 eft­ir Geir-Mart­in Leinebø, skip­stjóra KV Sval­b­ard, að áfang­an­um verði fagnað með „grilli og fót­bolta­leik“.

Þó þetta sé fyrsta ferð norsk skips á Pól­inn hafa önn­ur skip siglt þangað áður. Fyrst var kjarn­orku­knúni í ís­brjót­ur­inn Arktika, sem einnig er rúss­nesk­ur, en hann fór á Pól­inn árið 1977 og fyrst skipa sem ekki eru knú­in kjarn­orku til að kom­ast á Norður­pól­inn var sænski ís­brjót­ur­inn Oden sem fór þangað árið 1991.

Heimild mbl.is

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is