Miklar skenmmdir á Lokys kl 926 i Tromsö
Tveir togarar í eigu Reyktal, útgerðar í eigu Íslendinga, rákust saman í höfninni í Breivik í Noregi á þriðjudag, þegar þeir voru að koma þar inn til löndunar. Nokkrar skemmdir urðu á þeim báðum skipunum. Þetta eru togararnir Reval Viking og Lokys. Samkvæmt frétt norska blaðsins Nordlys, er Reval Viking skráður í Eistlandi og Lokys í Litháen. Báðir skipstjórarnir eru íslenskir.
Skemmdir á Lokys eru meiri en á Reval Viking en stefni þess síðarnefnda gerði gat ofarlega á stjórnborðssíðu Lokys.
|
Skipin við Bryggju i Tromsö i vikunni
Samkvæmt Nordlys er ástæða óhappsins ekki ljós, en það hefur eftir einum úr áhöfn Lokys að hann hafi heyrt mikinn skell, þegar óhappið varð. Hann segir að þeir hafi haldið að skaðinn væri ekki eins mikill og raun varð á, en gatið á skipinu sé gríðarstórt. Þetta hafi verið hrein og klár ópheppni og hvert framhaldið verði sé óljóst.
Blaðið hafði ekki í gær fengið frekar upplýsingar annað en að svo virðist sem Lokys hafi reynt að komast fram fyrir Reval Viking, þegar skipin voru að leggja að bryggju. Lögreglan hefur atvikið til skoðunar. Kvótinn hafði í gær hvorki náð tali af útgerðinni né skipstjórunum tveimur.
|
|