23.08.2019 13:20

Fin makrilveiði i smugunni

 Grétar Rögnvansson skipst Jóni Kjartanssyni su 111 mynd þorgeir Baldursson 

Fínasta veiði í Smugunni

            2949 Jón Kjartansson SU 111 mynd þorgeir Baldursson 2019

 

 

Jón Kjartansson SU 111 var á leið á makrílmiðin í Síldarsmugunni í sinn sjöunda makríltúr þegar rætt var við Grétar Rögnvarsson skipstjóra fyrr í vikunni. Um sólarhringsstím er á miðin þar sem hefur verið góð veiði að undanförnu. Grétar segir nokkurn veginn um helming kvótans óveiddan og telur nokkuð víst að hann náist allur að þessu sinni.

 

Helgarfrí var í vinnslunni á Eskifirði um síðustu helgi og þurfti þess vegna að hægja aðeins á veiðunum. Jón Kjartansson landaði því ekki nema um 400 tonnum fyrir síðustu helgi. Veiðunum er þannig stýrt úr landi og einungis það sótt sem húsið ræður við að vinna.

 

Meiri veiði heima en í fyrra

„Það hefur verið ágætisveiði og þetta stefnir í  betri makrílvertíð en á síðasta ári. Það fiskaðist mjög vel í íslensku lögsögunni og við gerðum góða túra þar. Núna erum við að fara í sjöunda makríltúrinn og höfum fengið eitthvað nálægt 4.000 tonnum fram að þessu. Það var minni veiði í íslensku lögsögunni í fyrra en það var veiði víðar. Það var til dæmis veiði út af Vesturlandi sem var ekki á þessari vertíð. Núna eru allir komnir út í Smugu. Það eru í sjálfu sér ekki miklar breytingar á göngu makríls og þetta er að mestu leyti með svipuðum hætti og undanfarin ár,“ segir Grétar.

 

Hann segir drjúgt eftir af makrílvertíðinni. Þeir voru til dæmis að fram eftir september í fyrra. Flestir séu núna rúmlega hálfnaðir með kvótann sinn og allt útlit sé fyrir að menn nái að veiða allan sinn kvóta. Um 3.000 tonn standa eftir af kvóta Jóns Kjartanssonar.

 

10 manns eru í áhöfn skipsins í hverjum róðri en enginn kvenmaður frekar en á flestum öðrum uppsjávarskipum. Grétar segir að það myndi henta konum vel að vera makríl en þær hafi ekki sóst mikið eftir því að fá pláss.

 

Langt heimstím

„Þetta eru alltaf sömu drumbarnir hérna um borð, gamlir skápar allt saman sem halda vel í plássin. Annars er þessu öllu stjórnað úr landi. Okkar er sagt hvað við eigum að koma með í land. Ef við náum því förum við heim og löndum. Þetta snýst allt um það að landvinnslan gangi. Við erum yfirleitt ekki að taka meira en 700-900 tonn í túr. Við notum mikinn sjó til að kæla aflann og þetta á líka að duga fyrir sólarhringsvinnslu fyrir húsið. Þetta er langt heimstím og það þarf að ganga vel um aflann svo hann sé í sem bestum gæðum fyrir vinnsluna.“

 

Grétar segir eilífar norðanáttir hafa verið austur af landinu en veður hafi þó ekki hamlað veiðum. Fínasta veður hafi verið í Smugunni þar sem er fjöldi íslenskra, rússneskra, grænlenskra og færeyskra skipa að veiðum. Samskiptin séu ekki mikil en þau gangi yfirleitt mjög vel þegar þau fari fram. Allt fari þarna fram í sátt og samlyndi.

 

Hann segir makrílinn í Smugunni smærri en þann sem fékkst á heimamiðum fyrr í sumar og heldur verri í vinnslu líka.

 

„Hann er allur linari og virðist þola minna hnjask. Þetta er reyndar þekkt héðan af þessu svæði. Það er eins og eitthvað breytist þegar hann gengur hingað út og ég þekki ekki skýringuna á því. Hérna er makríll á milli 400-500 gramma þungur en var meira í kringum 500 grömm á Íslandsmiðum.“

Greinin og myndirnar birtust i fiskifrettum 22 ágúst 2019

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is