Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð.
Varðskipið Þór var þá í næsta nágrenni og voru hæg heimatökin að draga fiskibátinn í land, að því er segir á Facebook-síðu Gæslunnar.
Varðskipsmenn brugðust hratt við og laust fyrir klukkan sjö í morgun var búið að koma línu fyrir á milli skipanna. Þór siglir nú áleiðis til Skagastrandar með fiskibátinn í togi en þangað er gert ráð fyrir að þau verði komin um hádegi.
|
Þór og linubáturinn mynd Landhelgisgæslan 22 ágúst 2019
|