23.08.2019 07:40

Þór dreg­ur fiski­bát í land

Skip­stjóri á fiski­báti með bilaða stýris­vél á Húna­flóa hafði sam­band við stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar snemma í morg­un og óskaði eft­ir aðstoð.

Varðskipið Þór var þá í næsta ná­grenni og voru hæg heima­tök­in að draga fiski­bát­inn í land, að því er seg­ir á Face­book-síðu Gæsl­unn­ar.

Varðskips­menn brugðust hratt við og laust fyr­ir klukk­an sjö í morg­un var búið að koma línu fyr­ir á milli skip­anna. Þór sigl­ir nú áleiðis til Skaga­strand­ar með fiski­bát­inn í togi en þangað er gert ráð fyr­ir að þau verði kom­in um há­degi.

            Þór og linubáturinn mynd Landhelgisgæslan 22 ágúst 2019

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is