Mynd Jón Svavarsson 2019
|
2904 Páll Pálsson IS 102 Mynd Magnús Rikharðsson 2017 |
Áhöfn Páls Pálssonar ÍS 102 hlaut á dögunum viðurkenningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg fyrir að hafa sýnt fremur góða öryggisvitund á námskeiðum Slysavarnarskóla sjómanna.
Skipstjóri er Páll Halldórsson en Sigríður Inga Pálsdóttir tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd áhafnarinnar.
Jón Svanberg Hjartarson framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar afhenti viðurkenninguna sem er farandbikar til varðveislu í eitt ár ásamt veggskildi til eignar. Með Sigríði Ingu og Jóni á myndinni er Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna.
Heimild Kvotinn.is
|