30.09.2019 22:37

2744 Runólfur SH 135

   Bergey VE i Slippnum Mynd Guðmundur Alfreðsson

Bergey VE hefur verið seld Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði og verður skipið afhent hinum nýja eiganda á næstu dögum og mun það fá nafnið Runólfur.

     2744 Runólfur SH 135 Mynd Óskar Pétur Friðriksson 30 sept 2019

 

Bergey var smíðuð í Póllandi árið 2007 fyrir Berg-Hugin, dótturfélag Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, og hefur útgerð skipsins ávallt gengið mjög vel.

   2744 Runólfur SH 135 mynd Óskar P Friðriksson 

 

Síðustu daga hefur skipið verið í slipp í Vestmannaeyjum þar sem gengið hefur verið frá því til afhendingar. M.a. var málað yfir rauða litinn sem ávallt hefur prýtt Bergey og er hún nú orðin blá.

 

Ný Bergey, sem er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Noregi, verður væntanlega afhent Bergi-Hugin hinn 26. september nk.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is