18.10.2019 16:50

Aðalfundur Kletts áliktar um lokanir veiðsvæðis

  

Aðalfundur Kletts, félags smábátaeigenda á Norðurlandi eystra haldinn 28. september 2019 Tillögur til 35. aðalfundar LS 17. og 18. október 2019 1. Aðalfundur Kletts leggst alfarið gegn reglugerðarlokunum sem fyrirhugaðar hafa verið á svæðinu frá Látraströnd og austur fyrir Flatey á Skjálfanda. Mikið af fengsælum fiskimiðum eru á þessu svæði og hefur mikið af vænum fiski skilað sér á land af þessum miðum að undanförnu. Aðeins ein skyndilokun var á sl. sumri á svæðinu. 2. Aðalfundur Kletts leggur eindregið til að forræðishyggja við dagaval á strandveiðum verði minnkuð til muna, og sunnudagar verði aftur teknir upp sem mögulegir valdagar. 3. Aðalfundur Kletts leggur til að hægt verði að hnika til tíma strandveiða innan 6 mánaða tímabils, frá apríl – september, en verði þó alltaf að vera 4 samfelldir mánuðir. 4. Aðalfundur Kletts leggur til að kvótalitlum og kvótalausum útgerðum verði heimilt að leigja krókaaflamark og geyma á milli ára með ríkri eða algerri veiðiskyldu þó. Greinargerð Það er með öllu óþolandi að ítrekað komi upp sú staða að á nýju kvótaári geti menn ekki hafið veiðar fyrr en eftir dúk og disk vegna þess hve leigukvóti skilar sér seint og illa inn á markaðinn. Það getur ekki verið til hagsbóta fyrir land og þjóð að menn þurfi að binda bátana sína vikum saman eingöngu vegna þess að „kerfið“ hefur þennan ágalla. 5. Aðalfundur Kletts hvetur ráðherra til að stoppa upp í gat í kerfinu sem kallað er smugan. Þ.e. að ótakmarkað sé hægt að skipta á aflamarki í ýsu í staðinn fyrir krókaaflamark í þorski. Greinargerð Það hlýtur öllum að vera ljóst sem vita hvers vegna þessi heimild kom til á sínum tíma, að hún er með öllu til óþurftar fyrir krókaaflamarksbáta og er í dag eingöngu til þess fallin að hægt sé að dæla krókaaflamarksþorski upp í aflamarkskerfið. Enda enginn hörgull á ýsuheimildum í krókaaflamarki. Áhrifin eru mjög svo þekkt; lítill leigukvóti til í krókaaflamarki með tilheyrandi verðhækkunum á leigukvóta. 6. Aðalfundur Kletts leggur til, í tilefni þess að nú er nefnd á vegum ráðherra að enduskoða 5,3% svokölluðu eða pottana, að þeim skilaboðum sé komið til nefnarinnar að í stað línuívilnunar komi krókaívilnun eða umhverfisívilnun sem nái þá til allra dagróðrabáta hvort sem róið er með línu eða handfæri. Greinargerð Tilgangur línuívilnunar á sínum tíma var að búa til störf í landi. Nú til dags eru þessi störf óvinsæl og auk þess færist í aukana að bátar noti frekar beitningavél vegna betri aflabragða og svo framvegis. Þá eru umhverfismál mjög ofarlega á baugi í dag og því tilvalið að nýta okkur til framdráttar - okkar lága kolefnis- og umhverfisspori sem krókaveiðar feta. 7. Aðalfundur Kletts leggst gegn kvótasetningu á grásleppu.

 

                        2612 Friða EA 12  mynd þorgeir Baldursson 2019

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3025
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 994446
Samtals gestir: 48567
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:46:41
www.mbl.is