02.12.2019 07:55

Strembið að eiga við þorskinn

                2890 Akurey AK 10 mynd þorgeir Baldursson 2019

Þorskur hvarf með síldinni og lítið verður vart við loðnu í fiski.

 

„Heilt yfir má segja að aflabrögðin hafi verið alveg þokkaleg. Því er þó ekki að neita að það hefur verið strembið að eiga við þorskinn. Það hafa komið sæmilegustu skot inn á milli en sú veiði heftur jafnan staðið stutt. Á milli þess er um að gera að leita sem víðast,“ segir Eiríkur Jónsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Akurey AK, í frétt á heimasíðu Brims.

Er heimasíða Brims ræddi við Eirík var Akurey að taka fyrsta hol veiðiferðarinnar í kantinum út af Vestfjörðum. Skipið fór frá Reykjavík á fimmtudagskvöld eftir um 130 tonna veiðiferð á Vestfjarðamið. Að sögn Eiríks verður þráðurinn tekinn upp að nýju og markmiðið nú líkt og þá væru fyrst og fremst þorskveiðar.

„Ég var í fríi í síðasta túr en þá var farið allt austur á Strandagrunn. Í lokin var svo endað á karfaveiðum í Víkurálnum. Við erum nú komnir í kantinn og veiðin virðist ekki vera neitt sérstök. Samkvæmt nýjustu fréttum eru menn að fá um tonn af þorski á togtímann hér fyrir norðan okkur og á Halanum þannig að það er ekki hægt að segja að mikill kraftur sé í veiðinni.“

Að sögn Eiríks fara fáar sögur af ufsaveiðum nú um stundir.

„Það kom skot í veiðina bæði á Sléttugrunni og Sporðagrunni á dögunum en veiðin stóð stutt á báðum stöðum. Mér skilst að veiðin sé frekar dauf fyrir austan en þar hafa menn verið að fá ufsa og ýsu í bland. Það tók fyrir alla þorskveiði þar um leið og síldin hvarf af miðunum. Hér á Vestfjarðamiðum höfum við ekki orðið varir við loðnu utan hvað loðna var í einhverjum fiski í síðasta túr. Magnið var þó ekki mikið,“ segir Eiríkur en hann segir það ekki vera spurningu um hvort, heldur hvenær þorskurinn muni skila sér af krafti inn í veiðina.

 

 

               

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is