23.12.2019 08:18

Nýr Baldvin Njálsson GK 400

                 Nýr Baldvin Njálsson GK 400 mynd Fiskifrettir /aðsend 

 

Nýr Baldvin Njálsson 35-40% sparneytnari

Kjölur verður lagður að Baldvin Njálssyni, nýjum frystiflakatogara Nesfisks í Garði og skipið verður væntanlega afhent veturinn 2021 og farið til veiða á árinu 2022. Það er Skipasýn sem hannar skipið sem verður 66 metrar á lengd, 15 metra breiður, og er þetta fjárfesting upp á 4-5 milljarða króna.

Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri Nesfisks, segir að tilviljun hafi ráðið því að samið hafi verið við sömu skipasmíðastöð og smíðaði eldri Baldvin Njálsson, þá fyrir norska útgerð, árið 1990. Þetta er skipasmíðastöðin Armon í Vigo á Spáni sem þá hét reyndar öðru nafni.

Bergþór segir að nýja skipið verði öflugara á allan hátt og með stórri skrúfu sem geri það hagkvæmara í rekstri. Í því verður vöruhótel sem skilar afurðunum pökkuðum á bretti en ekki verður bitaskurður eða mjölvinnsla um borð, altént ekki fyrst um sinn.

Umhverfisvænna skip

Togkraftur nýja skipsins verður 67 tonn og vinnsludekkið verður á 580 fermetrum. Rúmmál lestarinnar verður 1.720 rúmmetrar. Olíunotkun næst verulega niður með nýrri hönnun skipskrokks og framdriftarkerfi, þar með talinni stórri skrúfu. Svipaðar hönnunarlausnir Skipasýnar á 50 metra löngum togurum hafa skilað 35-40% minni olíunotkun fyrir sama aflamagn en á fyrri gerðum skipa svipaðrar stærðar.

      2182 Núverandi Baldvin Njálsson GK 400 mynd þorgeir Baldursson 2019

 

Nesfiskur hefur gert núverandi Baldvin Njálsson út frá árinu 2005 en áður hét hann Otto Wathne NS og Rán HF. Hann er 51,4 metrar á lengd og 11,9 á breidd. Hann var smíðaður sem fyrr segir í Vigo á Spáni 1990. Bergþór segir að væntanlega verði hann seldur þegar nýja skipið verður tekið í notkun.

Nesfiskur ehf.  var stofnað í maí 1986 af Baldvini Njálssyni og fjölskyldu hans, sem rak áður fiskverkun Baldvins Njálssonar.  Í Garðinum rekur Nesfiskur frystingu, ferskfiskvinnslu, saltfiskverkun, skreiðar- og hausaþurrkun. Þá gerir fyrirtækið út einn frystitogara, ísfisktogarana Sóley Sigurjóns GK og Berlín GK, snurvoðarbátana Sigurfara, Sigga Bjarna og Benna sæm og línubátana Berg Vigfús, Dóra og Margréti.  Þá er Nesfiskur með frystingu og ferskfiskvinnslu í Sandgerði.

Heimild Fiskifrettir 2019

 

 

           

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is