23.12.2019 16:58

Vaxandi ásókn i sjávarútvegsfræði i HA

                    Hreiðar  þór Valtýsson Mynd Skapti Hallgrimsson 

 

Við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri hófst kennsla í grunn­nám­inu sjáv­ar­út­vegs­fræði árið 1990. Aðsókn í námið hef­ur verið sveiflu­kennd í gegn­um árin, en síðustu ár hafa verið með besta móti og stend­ur til að bjóða meist­ara­nám á næsta ári í sam­starfi við Há­skóla Íslands.

„Þetta var mjög stuttu eft­ir að Há­skól­inn á Ak­ur­eyri var stofnaður og var hugsað frá stofn­un skól­ans sem ein af aðal­náms­lín­um skól­ans,“ svar­ar Hreiðar Þór Val­týs­son, lektor við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, spurður um upp­haf sjáv­ar­út­vegs­fræðikennslu skól­ans.

Hann viður­kenn­ir að vin­sæld­ir náms­ins hafi ekki verið áreiðan­leg­ar. „Aðsókn­in hef­ur væg­ast sagt verið sveiflu­kennd. Við höf­um gengið í gegn­um mikl­ar sveifl­ur frá byrj­un. Í upp­hafi var meðalár­gang­ur­inn um tíu manns og sveiflaðist mikið. Svo lent­um við í krísu fyr­ir 2008, það voru mjög fáir nem­end­ur hérna. Eft­ir það hef­ur okk­ur gengið mjög vel. Núna erum við með 20 til 30 nem­end­ur í ár­gangi, þetta eru 80 til 90 nem­end­ur í allt.“

Fyr­ir­tæk­in vilja starfs­menn með breiða mennt­un

Hreiðar Þór seg­ir enga staka skýr­ingu að baki því að nem­end­um hafi fjölgað. Hann seg­ir að upp úr 2000 hafi Há­skól­inn á Ak­ur­eyri unnið að því að skapa fjöl­breytt­ara náms­fram­boð og við það hafi þróun í sjáv­ar­út­vegs­fræði orðið eft­ir. „Ég held að við höf­um aðeins gleymt sjáv­ar­út­vegs­fræðinni á tíma­bili. Svo bætt­ist við að ut­anaðkom­andi skil­yrði fyr­ir árið 2008 voru eig­in­lega þannig að sjáv­ar­út­veg­ur­inn var tal­inn gamli tím­inn. Við ætluðum all­ir að vera góðir í alþjóðlega banka­kerf­inu.“ Þá hafi efna­hags­hrunið breytt sýn fólks á grein­inni og marg­ir áttað sig á að sjáv­ar­út­veg­ur væri nokkuð sem Íslend­ing­ar væru fær­ir í og við það hafi nem­end­um farið að fjölga, að sögn lektors­ins.

Háskólinn á Akureyri.

Há­skól­inn á Ak­ur­eyri. Ljós­mynd/?Há­skól­inn á Ak­ur­eyri

„En hluti er líka vegna þess að við tók­um okk­ur til í and­lit­inu og fór­um að bæta námið. Við feng­um mjög góðan styrk frá mennta­málaráðuneyt­inu og LÍÚ, þeir styrktu okk­ur til þess að efla námið og þetta nýtt­ist mjög vel. Árið 2010 vor­um við síðan kom­in með mjög góðan fjölda nem­enda,“ bæt­ir Hreiðar Þór við.

Ljóst er að margt í um­gjörð sjáv­ar­út­vegs­ins hef­ur breyst frá ár­inu 1990. Spurður hvort breyt­ing­ar inn­an at­vinnu­grein­ar­inn­ar hafi haft áhrif á vin­sæld­ir náms­ins svar­ar lektor­inn: „Sjáv­ar­út­vegs­fræðin er mjög breið mennt­un, þetta eru þrjú ár, þriðjung­ur er viðskipta­fræði, þriðjung­ur vís­indi og þriðjung­ur eru sér­grein­ar sjáv­ar­út­vegs. Gerð var könn­un 2010 og vor­um við að velta því fyr­ir okk­ur hvort það væri þörf á svona víðu námi, hvort fyr­ir­tæk­in vildu frek­ar ráða lög­fræðinga eða viðskipta­fræðinga. Það reynd­ist ekki vera. Þau vildu fólk sem var með breiða mennt­un og því til stuðnings eru nú stærstu vinnu­veit­end­ur sjáv­ar­út­vegs­fræðinga stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in, eins og Sam­herji og Brim. Við les­um úr því að það sé þörf og áhugi fyr­ir þessu.“

Meist­ara­nám

Lektor­inn seg­ir ekki stefnt að mik­illi breyt­ingu á nám­inu enda virðist al­mennt vera mik­il ánægja með það. Hins veg­ar verður á næsta ári boðið upp á meist­ara­nám sem teng­ist sjáv­ar­út­vegs­fræðinám­inu sem hef­ur verið kennt til þessa. „Það er í sam­starfi við Há­skóla Íslands. Þeir verða með meist­ara­nám þar sem þeirra nem­end­ur taka ein­hverja af okk­ar áföng­um og á móti munu okk­ar nem­end­ur taka ein­hverja af þeirra áföng­um,“ út­skýr­ir Hreiðar Þór og bend­ir á að Ísland sé lítið land og mik­il­vægt að há­skóla­stigið finni leiðir til þess að sam­nýta mannauð og þekk­ingu frek­ar en að vera í sam­keppni.

   Heimild mbl.is / 200 milur         

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is