25.12.2019 12:03

Systurnar settu hringekju af stað

               2954 Vestmannaey VE 54  mynd þorgeir Baldursson 2019

Frá miðjum júlí hafa sex syst­ur­skip komið hvert af öðru frá Nor­egi og sjö­unda og síðasta syst­ir­in er vænt­an­leg til Hafn­ar í Hornafirði á morg­un. Fleiri ný skip hafa bæst í flot­ann á síðustu vik­um, meðal ann­ars stærsti plast­bát­ur­inn, Bárður SH, til sam­nefndr­ar út­gerðar sem skráð er á Arn­arstapa. Þá var línu­skipið Páll Jóns­son GK vænt­an­legt til Grinda­vík­ur fyr­ir jól, en nú er ákveðið að skipið leggi af stað heim frá Póllandi í byrj­un nýs árs.

Það er ekki aðeins í út­gerðinni sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur fjár­fest á ár­inu því stöðugt er unnið að end­ur­nýj­un á búnaði í landi þar sem tækni­fram­far­ir líta dags­ins ljós.

1.500-1.600 millj­ón­ir á skip

Þegar greint var frá samn­ing­um um smíði syst­ur­skip­anna sjö fyr­ir tveim­ur árum kom fram að hvert skip kostaði um 100 millj­ón­ir norskra króna eða sem nem­ur um 1.365 millj­ón­um ís­lenskra. Ótal­inn er kostnaður við búnað á milli­dekk og lest og að gera skip­in klár til veiða. Sá kostnaður gæti alls verið í námunda við 200 millj­ón­ir á hvert skip og er búnaður­inn að mestu í hönd­um ís­lenskra há­tæknifyr­ir­tækja. Ef þetta er allt lagt sam­an má áætla að hvert skip klárt á veiðar kosti 1,5-1,6 millj­arðar.

          2954 Vestmannaey VE 54 skömmu fyrir Sjósetningu mynd Vard 2019

Syst­ur­skip­in sem koma til lands­ins í ár eru með tvær vél­ar og tvær skrúf­ur og mun það ný­mæli í skip­um af þess­ari stærð. Öll eru þau búin full­komn­ustu tækj­um og áhersla er lögð á um­hverf­is­sjón­ar­mið, spar­neytni, meðferð afla og aðbúnað áhafn­ar. Fyrsta reynsla þykir lofa góðu og sér­stak­lega er haft á orði hvað þau eru hljóðlát.

Skinney SF.

Skinn­ey SF. mbl.is/?Sig­urður Bogi

Syst­urn­ar voru smíðaðar hjá Vard-skipa­smíðafyr­ir­tæk­inu, þrjár í Nor­egi og fjór­ar í Víet­nam, en lokafrá­gang­ur þeirra allra var hjá Vard í Aukra í Nor­egi. Skip­in eru tæp­lega 30 metr­ar að lengd og tólf metr­ar á breidd.

Búnaður á milli­dekk skipa Gjög­urs og Skinn­eyj­ar-Þinga­ness verður sett­ur upp í Hafnar­f­irði und­ir for­ystu fyr­ir­tæk­is­ins Micro. Slipp­ur­inn á Ak­ur­eyri sér um búnað í skip Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga og Bergs-Hug­ins.

Vest­manna­ey VE, skip Bergs-Hug­ins, dótt­ur­fé­lags Síld­ar­vinnsl­unn­ar, kom fyrst skip­anna til lands­ins, 17. júlí og Ber­gey VE, til sama fyr­ir­tæk­is, var önn­ur í röðinni. Vörður ÞH og Áskell ÞH komu til Gjög­urs á Greni­vík í sept­em­ber og októ­ber, Harðbak­ur EA kom til Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga í nóv­em­ber og síðar í þeim mánuði kom Stein­unn SF til Skinn­eyj­ar-Þinga­ness á Hornafirði. Síðasta skipið, Þinga­nes SF, er vænt­an­legt til Hafn­ar á morg­un, eins og áður var nefnt.

                             2970 Þinganes SF 25 mynd Vard 2019

Marg­ir nota tæki­færið til að end­ur­nýja skip sín

Hring­ekja fer af stað þegar sjö ný skip koma til lands­ins og aðrir nota tæki­færið og end­ur­nýja í flota sín­um. Þannig er gamla Ber­gey, smíðuð í Póllandi 2007, nú Run­ólf­ur SH og er í eigu Guðmund­ar Run­ólfs­son­ar hf. í Grund­arf­irði.

Tog­skip Gjög­urs, Áskell EA, smíðaður á Taiw­an 2009, og Vörður EA, smíðaður í Póllandi 2007, voru seld Fisk Sea­food. Skip­in eru gerð út frá Grund­arf­irði og bera nú nöfn­in Far­sæll SH og Sig­ur­borg SH. Skip Skinn­eyj­ar-Þinga­ness, Hvann­ey SF og Stein­unn SF, bæði smíðuð í Kína 2001, voru seld Nes­fiski í Garði. Fyrr­nefnda skipið ber nú nafnið Sig­urfari GK og Stein­unn fékk í vik­unni nafnið Pálína Þór­unn GK 49. Gamla Vest­manna­ey, smíðuð í Póllandi 2007, ber nú nafnið Smá­ey og er enn í eigu Bergs/?Hug­ins.

                2444 Smáey VE 444 Mynd þorgeir Baldursson 2019

Páll Jóns­son GK, sér­hæft línu­skip sem smíðað var hjá Al­kor í Gdansk í Póllandi, fyr­ir Vísi hf. í Grinda­vík er vænt­an­legt fljót­lega eft­ir ára­mót. Skipið er 45 metra langt og 10,5 metr­ar á breidd og er fyrsta ný­smíði Vís­is af þess­ari stærðargráðu í yfir 50 ára sögu fyr­ir­tæk­is­ins. Samn­ing­ur­inn við skipa­smíðastöðina í Póllandi nam 7,5 millj­ón­um evra eða sem nem­ur rúm­lega ein­um millj­arði króna. Á und­an­förn­um árum hef­ur Vís­ir látið end­ur­byggja línu­skip­in Fjölni og Sig­hvat hjá Al­kor.

         2957 Páll Jónsson Gk 7  i Póllandi mynd Alkor 2019

Annað skip bætt­ist í flota Grind­vík­inga í sum­ar er Þor­björn hf. fékk frysti­tog­ar­ann Tóm­as Þor­valds­son GK. Um gaml­an kunn­ingja er að ræða, en tog­ar­inn var smíðaður árið 1992 fyr­ir Skag­strend­ing hf. og bar þá nafnið Arn­ar HU en var seld­ur fjór­um árum síðar til Royal Green­land sem gerði hann út und­ir nafn­inu Sisimiut þar til fyrr á þessu ári. Skipið er 67 metra langt og 14 metra breitt og vel tækj­um búið.

          2173  Tómas Þorvaldsson GK 10 Mynd Hjalti Hálfdánarsson 2019

             2965 Bárður SH 81 Mynd Alfons Finnson 2019

27 metra plast­bát­ur

Stærsti plast­bát­ur­inn í flot­an­um, nýr Bárður SH, er nú í Hafnar­f­irði þar sem verið er að setja búnað um borð. Bát­ur­inn var smíðaður í Bred­ga­ard-báta­smiðjunni í Rød­by í Dan­mörku og er 26,9 metra lang­ur og sjö metr­ar á breidd. Hann verður gerður út frá Ólafs­vík á net og snur­voð, en út­gerðin er skráð til heim­il­is á Arn­arstapa.

 aij@mbl.is

myndir ýmsir 

                 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is