26.12.2019 08:40

Drög þrengja að grásleppuveiðum

            Grásleppu landað á Árskósandi mynd þorgeir Baldursson 2019

„Það er bara eig­in­lega verið að segja mönn­um að hætta að stunda grá­sleppu­veiðar, svo ein­falt er það nú,“ seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda (LS), í Morg­un­blaðinu í dag­um drög að  reglu­gerð um hrogn­kelsa­veiðar 2020 sem nú eru til um­sagn­ar í sam­ráðsgátt stjórn­valda.

Í reglu­gerðardrög­un­um eru helstu ný­mæli meðal ann­ars þau að út­gerð þarf að sjá til þess áður en veiðiferð hefst að bát­ur­inn hafi afla­heim­ild­ir fyr­ir ætluðum meðafla; há­marks­lengd neta á hvern bát verði stytt um helm­ing; net skuli dreg­in eigi síðar en þrem­ur sól­ar­hring­um eft­ir lögn í stað fjög­urra og að Fiski­stofu verði heim­ilt að svipta bát veiðileyfi ef um óeðli­lega veiði á botn­fisk­teg­und­um er að ræða. Nán­ar má lesa um þetta í sjálf­um drög­un­um.

Örn seg­ir nú­ver­andi neta­lengd hent­uga og furðar sig á boðuðum breyt­ing­um, en sam­kvæmt drögn­um er hverj­um báti heim­ilt að hafa sam­an­lagða teina­lengd neta til hrogn­kelsa­veiða allt að 3.750 metra á vertíð í stað 7.500 metra.

„Sú neta­lengd sem hef­ur verið er tal­in mjög góð og hent­ug fyr­ir veiðimenn, en veiðar hafa verið á pari við til­lög­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um hversu mikið má veiða,“ seg­ir hann. Þá seg­ir í drög­un­um að óheim­ilt sé að stunda aðrar veiðar en hrogn­kelsa­veiðar í sömu ferð og að út­gerð þurfi að hafa afla­heim­ild­ir sem dugi fyr­ir ætluðum meðafla. Örn seg­ir þetta hæg­lega geta leitt til þess að menn treysti sér ekki leng­ur til að hefja veiðar

Heimild Morgunblaðið /200 milur 

         

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is